Nýrækt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2208044
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24. fundur - 05.09.2022
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 62,5m2 fjárhúsi við Nýrækt 8. Húsið verður byggt á steyptum sökkli, steyptri plötu að hluta, útveggir og þak verða úr timbri. Útveggir og þak verður klætt með bárujárni.
Byggingaráform eru samþykkt, enda samræmist umsókn deiliskipulagi. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8 í Byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Nýrækt 8.
Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu samningsins til næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarstjórn - 17. fundur - 28.09.2023
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Nýrækt 8. Bæjarráð samþykkti á 14. fundi sínum að vísa afgreiðslu samningsins til næsta bæjarstjórnarfundar. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki samninginn.
Bæjarstjórn samþykkir lóðasamning fyrir Nýrækt 8 og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.