Fara í efni

Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 2306027

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 4. fundur - 15.06.2023

Lögð fram drög að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024?2028 sem er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að hafnarframkvæmdum við hafskipsbryggju verði ekki seinkað um þrjú ár frá fyrirliggjandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni áttu framkvæmdir að hefjast á árinu 2023. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að framkvæmdi myndu standa yfir á árunum 2023-2025 eins og samþykkt hefur verið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem tóku mið af fyrirliggjandi samgönguáætlun. Ljóst er að lagfæra þurfi þetta atriði í fyrirliggjandi samgönguáætlun.

Hafnarstjórn bendur á mikilvægi þess að ráðst í viðeigandi hafnarbætur í tengslum við ferjusiglingar og að Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju og að þau áform endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun. Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að samgönguáætlun verði breytt á þann veg að hún endurspegli þörf fyrir smíði nýrrar ferju sem sigla eigi um Breiðafjörð þannig að Vegagerðin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram drög að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 sem er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.

Á fjórða fundi sínum lagði hafnarstjórn þunga áherslu á að hafnarframkvæmdum við hafskipsbryggju verði ekki seinkað um þrjú ár frá fyrirliggjandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni áttu framkvæmdir að hefjast á árinu 2023. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu standa yfir á árunum 2023-2025 eins og samþykkt hefur verið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem tóku mið af fyrirliggjandi samgönguáætlun. Hafnarstjórn taldi ljóst er að lagfæra þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun í samræmi við þetta.

Hafnarstjórn bendur á mikilvægi þess að ráðst í viðeigandi hafnarbætur í tengslum við ferjusiglingar og að Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju og að þau áform endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun. Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að samgönguáætlun verði breytt á þann veg að hún endurspegli þörf fyrir smíði nýrrar ferju sem sigla eigi um Breiðafjörð þannig að Vegagerðin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarráð tekur undir umsögn hafnarstjórnar og felur bæjarstjóra að skrifa og senda umsögn.

Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Bæjarráð fagnar því að Vegagerðinu hefur hafið formlegan undirbúning fyrir áframhaldandi uppbyggingu Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og sett saman verkefnahóp sem vinnur að áframhaldandi undirbúningi á uppbyggingu Skógarstrandarvegar frá Heiðdalsvegi að Stykkishólmsvegi, sér í lagi að loksins sé hafinn formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar eða mati á því hvort þverun fjarðarins sé fýsilegur kostur. Bæjarráð minnir í þessi sambandi á áherslur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélagins þar sem lögð var áhersla á uppbyggingu vegarins frá Stykkishólmsvegi sem mikilvægt er að komi til framkvæmda sem fyrst.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 27.09.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 315. mál.



Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn með áorðnum breytingum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3. fundur - 11.12.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að færa framkvæmdir á Skógarströnd framar á samgönguáætlun. Nefndin skorar einnig á Vegagerðina að setja upp teljara á svæðinu svo hægt sé að auka þjónustu í samræmi við umferðarþunga.

Dreifbýlisráð - 4. fundur - 18.11.2024

Ástand vega í umsjón Vegagerðarinnar í dreifbýli sveitarfélagsins tekin til umræðu.
Umræða tekin um samgöngumál og vísar dreifbýlisráð þessum lið til frekari vinnslu í ráðinu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024

Samgöngumál innan sveitarfélagsins tekin til umræðu í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á innviðaráðherra, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að leggjast á eitt um að færa framkvæmdir á um Snæfellsnesveg 54 um Skógarströnd framar á samgönguáætlun. Það er í raun ótækt þessi STOFNVEGUR á láglendi, sem enn er að langt stærstum hluta MALAVEGUR, sá eini á Íslandi, sé ekki í sérstökum forgangi í samgönguáætlun.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnir í því sambandi á að Skógarstrandarvegur er hluti grunnnetsins samkvæmt samgönguáætlun ætti því að vera forgangsatriði við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun, líkt og markmið hennar kveða á um, en það endurspeglast hins vegar ekki í fyrirliggjandi drögum/tillögum að samgönguáætlun. Í raun er ótækt að þessi eini stofnvegur á láglendi á Íslandi, sem enn er malavegur, sé ítrekað látinn sæta afgangi við forgangsröðun fjármuna. Þess er í raun krafist að forgangsröðun fjármuna verði í samræmi við markmið samgönguáætlunar. Það er hreinlega skömm að því að á Íslandi sé til staðar stofnvegur á láglendi sem enn sé malavegur.

Það er því óhjákvæmilegt að gera kröfu um að fyrirliggjandi samgönguáætlun verði breytt með tilliti til mikilvægis vegarins sem hluta af grunnneti samgöngukerfisins og framkvæmdum verði flýtt inn á fyrsta tímabil áætlunarinnar. Nefndin skorar einnig á Vegagerðina að setja upp teljara á svæðinu svo hægt sé að auka þjónustu í samræmi við umferðarþunga. Einnig er lögð áhersla á endurbætur á Snæfellsnesvegi frá Borgarnesi inn á Snæfellsnes, sér í lagi að endurbætur á Snæfellsnesvegi 54 frá Brúarhrauni að Dalsmynni verði færðar framan í samgönguáætlun.

Einnig leggur atvinnu- og nýsköpunarnefnd þunga áherslu á að Stykkishólmsvegur 58 er ónýtur og óviðunandi, sér í lagi frá Stykkishólmi og að Vogsbotni, og er þess krafist að enduruppbygging vegarins verði sett í algjöran forgang.

Að öðru leyti er vísað í fyrri ályktanir sveitarfélagsins og umsagnir varðandi Snæfellsnesveg 54.

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Á 4. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar voru samgöngumál innan sveitarfélagsinstekin til umræðu.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skoraði á innviðaráðherra, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að leggjast á eitt um að færa framkvæmdir á um Snæfellsnesveg 54 um Skógarströnd framar á samgönguáætlun. Það er í raun ótækt að þessi ófjármagnaði STOFNVEGUR á láglendi, sem enn er að langt stærstum hluta MALAVEGUR, sá eini á Íslandi, sé ekki í sérstökum forgangi í samgönguáætlun.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnti í því sambandi á að Skógarstrandarvegur er hluti grunnnetsins samkvæmt samgönguáætlun og ætti því að vera forgangsatriði við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun, líkt og markmið hennar kveða á um, en það endurspeglast hins vegar ekki í fyrirliggjandi drögum/tillögum að samgönguáætlun. Í raun er ótækt að þessi eini stofnvegur á láglendi á Íslandi, sem enn er malavegur, sé ítrekað látinn sæta afgangi við forgangsröðun fjármuna. Þess er í raun krafist að forgangsröðun fjármuna verði í samræmi við markmið samgönguáætlunar. Að mati nefndarinnar er hreinlega skömm að því að á Íslandi sé til staðar stofnvegur á láglendi sem enn sé malavegur.



Það er því óhjákvæmilegt að gera kröfu um að fyrirliggjandi samgönguáætlun verði breytt með tilliti til mikilvægis vegarins sem hluta af grunnneti samgöngukerfisins og framkvæmdum verði flýtt inn á fyrsta tímabil áætlunarinnar. Nefndin skoraði einnig á Vegagerðina að setja upp teljara á svæðinu svo hægt sé að auka þjónustu í samræmi við umferðarþunga. Einnig er lögð áhersla á endurbætur á Snæfellsnesvegi frá Borgarnesi inn á Snæfellsnes, sér í lagi að endurbætur á Snæfellsnesvegi 54 frá Brúarhrauni að Dalsmynni verði færðar framan í samgönguáætlun.



Einnig lagði atvinnu- og nýsköpunarnefnd þunga áherslu á að Stykkishólmsvegur 58 er ónýtur og óviðunandi, sér í lagi frá Stykkishólmi og að Vogsbotni, og er þess krafist að enduruppbygging vegarins verði sett í algjöran forgang.



Að öðru leyti vísaði nefndin í fyrri ályktanir sveitarfélagsins og umsagnir varðandi Snæfellsnesveg 54.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Getum við bætt efni síðunnar?