Fara í efni

Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 2306027

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 4. fundur - 15.06.2023

Lögð fram drög að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024?2028 sem er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að hafnarframkvæmdum við hafskipsbryggju verði ekki seinkað um þrjú ár frá fyrirliggjandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni áttu framkvæmdir að hefjast á árinu 2023. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að framkvæmdi myndu standa yfir á árunum 2023-2025 eins og samþykkt hefur verið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem tóku mið af fyrirliggjandi samgönguáætlun. Ljóst er að lagfæra þurfi þetta atriði í fyrirliggjandi samgönguáætlun.

Hafnarstjórn bendur á mikilvægi þess að ráðst í viðeigandi hafnarbætur í tengslum við ferjusiglingar og að Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju og að þau áform endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun. Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að samgönguáætlun verði breytt á þann veg að hún endurspegli þörf fyrir smíði nýrrar ferju sem sigla eigi um Breiðafjörð þannig að Vegagerðin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram drög að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 sem er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.

Á fjórða fundi sínum lagði hafnarstjórn þunga áherslu á að hafnarframkvæmdum við hafskipsbryggju verði ekki seinkað um þrjú ár frá fyrirliggjandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni áttu framkvæmdir að hefjast á árinu 2023. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu standa yfir á árunum 2023-2025 eins og samþykkt hefur verið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem tóku mið af fyrirliggjandi samgönguáætlun. Hafnarstjórn taldi ljóst er að lagfæra þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun í samræmi við þetta.

Hafnarstjórn bendur á mikilvægi þess að ráðst í viðeigandi hafnarbætur í tengslum við ferjusiglingar og að Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju og að þau áform endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun. Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að samgönguáætlun verði breytt á þann veg að hún endurspegli þörf fyrir smíði nýrrar ferju sem sigla eigi um Breiðafjörð þannig að Vegagerðin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarráð tekur undir umsögn hafnarstjórnar og felur bæjarstjóra að skrifa og senda umsögn.

Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Bæjarráð fagnar því að Vegagerðinu hefur hafið formlegan undirbúning fyrir áframhaldandi uppbyggingu Snæfellsnesvegar 54 um Skógarströnd og sett saman verkefnahóp sem vinnur að áframhaldandi undirbúningi á uppbyggingu Skógarstrandarvegar frá Heiðdalsvegi að Stykkishólmsvegi, sér í lagi að loksins sé hafinn formlegur undirbúningur að þverun Álftafjarðar eða mati á því hvort þverun fjarðarins sé fýsilegur kostur. Bæjarráð minnir í þessi sambandi á áherslur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélagins þar sem lögð var áhersla á uppbyggingu vegarins frá Stykkishólmsvegi sem mikilvægt er að komi til framkvæmda sem fyrst.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 27.09.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 15. fundur - 19.10.2023

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028, 315. mál.



Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn með áorðnum breytingum.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 3. fundur - 11.12.2023

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að færa framkvæmdir á Skógarströnd framar á samgönguáætlun. Nefndin skorar einnig á Vegagerðina að setja upp teljara á svæðinu svo hægt sé að auka þjónustu í samræmi við umferðarþunga.
Getum við bætt efni síðunnar?