Áform um breytingu á fyrirkomulagi hrognkelsaveiða
Málsnúmer 2101031
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6. fundur - 09.02.2021
Lögð fram umsögn bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023
Lögð fram áform Matvælaráðuneytisins um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu) ásamt frummati á áhrifum lagasetningarinnar.
Bæjarráð fagnar fyrirliggjandi áformum og þeim markmiðum sem stefnt er að í þeim en leggur áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélagið, vinnslur og sjómenn við Breiðafjörð við gerð og setningu reglugerða í framhaldi að fyrirhugaðri lagasetningu.
Að öðru leyti er tekur bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.
Að öðru leyti er tekur bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 9. fundur - 26.01.2023
Lögð fram áform Matvælaráðuneytisins um breyting á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu) ásamt frummati á áhrifum lagasetningarinnar.
Bæjarráð fagnaði á 7. fundi sínum fyrirliggjandi áformum og þeim markmiðum sem stefnt er að í þeim en lagði áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélagið, vinnslur og sjómenn við Breiðafjörð við gerð og setningu reglugerða í framhaldi að fyrirhugaðri lagasetningu.
Að öðru leyti er tók bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð fagnaði á 7. fundi sínum fyrirliggjandi áformum og þeim markmiðum sem stefnt er að í þeim en lagði áherslu á að samráð verði haft við sveitarfélagið, vinnslur og sjómenn við Breiðafjörð við gerð og setningu reglugerða í framhaldi að fyrirhugaðri lagasetningu.
Að öðru leyti er tók bæjarráð undir ályktun aðalfundar Bátafélagsins Ægis um málið og vísar til þeirrar ályktunar.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023
Lögð fram þingmálaskrá 154. löggjafarþings 2023-2024. Á 153. löggjafarþingi var lagt fram frumvarp af hálfu matvælaráðherra um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu). Í meðförum þingsins lagði bæjarstjórn Stykkishólms þunga áherslu á að markmið frumvarpsins um breytingu fyrirkomulagi hrognkelsaveiða myndu ná fram að ganga á árinu 2023 þannig að sjómenn og vinnslur hefðu eðlilegan fyrirsjáanleika fyrir vertíðina 2024. Meiri hluti atvinnuveganefndar afgreiddi frumvarpið út úr nefndinni með breytingartillögu, en vegna anna í þingstörfum komst frumvarpið ekki til afgreiðslu undir lok 153. löggjafarþings. Í ljósi forsögu og mikilvægi málsins skítur það skökku við að ekki sé gert ráð fyrir umræddu frumvarpi í fyrirliggjandi þingmálaskrá 154. löggjafarþings.
Bæjarráð leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að Matvælaráðherra leggi að nýju fram frumvarp um breytingu á fyrirkomulagi hrogkerslaveiða á haustþingi þannig að afgreiða megi málið á árinu 2023. Í þessu sambandi vekur bæjarráð jafnframt athygli á því að fyrir málinu er þingmeirihluti sem endurspeglast í því að atvinnuveganefnd lauk umfjöllun og afgreiddi málið úr nefndinni með breytingartillögu á síðasta löggjafarþingi. Bæjarráð telur mikilvægt að framtíð grásleppusjómanna séu í fyrirrúmi og að umhverfi sjómanna og vinnslna verði bætt með hagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósti, eins og framvarp það sem lagt lagt var fyrir Alþingi á síðasta löggjafaþingi gerði ráð fyrir. Það getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt að sjómenn þurfi að þola frekari bið eftir nauðsynlegum úrbótum á núverandi fyrirkomulagi, sérstaklega í ljósi þess að búið var að afgreiða frumverpið úr atvinnuveganefnd á síðasta löggjafarþingi og eina ástæða þess að ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess virðist hafa verið vegna álags á þingstörfum undir lok 153. löggjafaþings.