Fara í efni

Uppbygging Brákar íbúðafélags hses. í Stykkishólmi - Stofnframlag

Málsnúmer 2306039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 12. fundur - 22.06.2023

Lögð fram gögn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélags hses., um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. HMS óskar eftir því að bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti stofnframlag vegna umsóknar umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags.

Þá er lagt fram erindi frá HMS þar sem samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á 12 íbúðum í Stykkishólmi með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði, sbr. lög nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag sveitarfélagsins til verkefnissins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Bæjarstjórn - 15. fundur - 29.06.2023

Lögð fram gögn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélags hses., um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. HMS óskar eftir því að bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti stofnframlag vegna umsóknar umsækjanda um stofnframlag sveitarfélags.

Þá er lagt fram erindi frá HMS þar sem samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á 12 íbúðum í Stykkishólmi með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði, sbr. lög nr. 52/2016, um almennar leiguíbúðir, og reglugerðar nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir.

Bæjarráð samþykkti, á 12. fundi sínum, stofnframlag sveitarfélagsins til verkefnissins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um 12% stofnframlag sveitarfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.


Bókun bæjarfulltrúa H-listans vegna uppbygging Brákar íbúðafélags hses. í Stykkishólmi:
Fulltrúar H-listans fagna því að stefnumörkun listans sé að raungerast með því að Brák leigufélagið, sem er húsnæðissjálfseignastofnun sem Stykkishólmsbær var storfnaðili að á árinu 2022 ásmt 31 öðru sveitarfélgi á landsbyggðinni sé að hefja hér, í samstarfi við sveitarfélagið og ríkið, uppbyggingu á 12 hagkvæmum íbúðum fyrir tekju- og eignaminni.

Eru þessar 12 íbúðir í Stykkishólmi 14-15% af þeim stofnframlögum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði á dögunum til bygginga á nýjum leiguíbúðum á landsbyggðinni, en kostnaðarþáttaka ríkisins í verkefninu mun vera um 150 millj. kr.

Um er að ræða gríðarlega mikilvægan áfanga fyrir okkar samfélag sem er eins og áður sagði í beinu samhengi við stefnumörkun okkar. Fyrst og fremst ber að fagna uppbyggingu og samstarfi sem þessu, samstarfi sem mun koma til með að byggja enn betur undir okkar samfélag og treysta stoðir þess til lengri tíma.

Bæjarfulltrúar H-listans,
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Guðmundur Kolbeinn Björnsson

Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023

Á 15. fundi bæjarstjórnar voru lögð fram gögn frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Sveitarfélagsins Stykkishólms, f.h. Brákar íbúðafélags hses., um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, ásamt erindi frá HMS þar sem samþykkt er að veita 18% stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á 12 íbúðum í Stykkishólmi með það að markmiði að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum og auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Á fundinum staðfesti bæjarstjórn skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins vegna verkefnisins. Fyrir bæjarráð eru lagðar fram tillögur að staðsetningum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu og útfærslu í skipulagsnefnd, en leggur áherslu að tillaga B verði skoðuð sérstaklega.
Getum við bætt efni síðunnar?