Framlag úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 2301005
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023
Lagt fram bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna umsóknar um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs vegna aðgengismála við Íþróttamiðstöðina á Stykkishólmi, en fjármagnið var nýtt til uppsetningar stólalyftu í Íþróttamiðstöð Stykkishólms til móts við framlag sveitarfélagsins.
Framlagt til kynningar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 24.01.2023
Lagt fram bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna umsóknar um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs vegna aðgengismála við Íþróttamiðstöðina á Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023
Lagt fram bréf um breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.
Bæjarráð óskar eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskar jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 04.12.2023
Lagt fram bréf um breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.
Á 14. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskaði jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Á 14. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskaði jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd telur það forgangsatriði að koma fyrir klefa fyrir fatlaða í Íþróttamiðstöð Stykkishólms sem nýtist jafnframt fyrir öll kyn sé það nokkur kostur og að styrkur verði sóttur til þess verkefnis, en leggur jafnframt áherslu á að það sé brýn þörf á lyftu í grunnskólanum og mikilvægt að það mál seinki ekki.
Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023
Lagt fram bréf um breytingu á reglugerð 280/2021 um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem heimilar sjóðnum að úthluta allt að 415 m.kr. til úrbóta á aðgengismálum fatlaðs fólks á árunum 2023 og 2024.
Á 14. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskaði jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd taldi það forgangsatriði, á 5. fundi sínum, að koma fyrir klefa fyrir fatlaða í Íþróttamiðstöð Stykkishólms sem nýtist jafnframt fyrir öll kyn sé það nokkur kostur og að styrkur verði sóttur til þess verkefnis, en leggur jafnframt áherslu á að það sé brýn þörf á lyftu í grunnskólanum og mikilvægt að það mál seinki ekki.
Á 14. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir því að skoðaðir verði kostir þess að setja lyftu í húsnæði Grunnskólans í Stykkishólmi, ásamt kostnaðarmati. Bæjarráð óskaði jafnframt eftir umsögn eða tillögum frá velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd taldi það forgangsatriði, á 5. fundi sínum, að koma fyrir klefa fyrir fatlaða í Íþróttamiðstöð Stykkishólms sem nýtist jafnframt fyrir öll kyn sé það nokkur kostur og að styrkur verði sóttur til þess verkefnis, en leggur jafnframt áherslu á að það sé brýn þörf á lyftu í grunnskólanum og mikilvægt að það mál seinki ekki.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu velferðar-og jafnréttisnefndar og visar henni til vinnu við fjárhagsáætlun 2024-2027.