Fara í efni

Félagsheimilið Skjöldur

Málsnúmer 2302013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðhaldi og fyrirkomulagi á umgengni og notkun á Félagsheimilinu Skildi þar til dreifbýlisráð hefur verið stofnað, en upplýsingum um fyrirkomulag á notkun hússins verður komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð - 14. fundur - 25.09.2023

Lagður fram póstur frá aðila sem leigði félagsheimilið Skjöld og lýsir því sem betur mætti fara varðandi aðbúnað.
Bæjarráð telur mikilvægt að boðað verði til eigendafundar við fyrsta tækifæri með sameigendum að Félagsheimilinu Skildi, þ.e. Kvenfélaginu Björk (5%) og Ungmennafélaginu Helgafell (15%), varðandi forgangsröðun framkvæmda og viðhalds á húsinu líkt og til hefur staðið eftir að fundi sem áætlaður var í júní sl. var frestað. Á þeim eigendafundi er mikilvægt að boða jafnframt fulltrúa í dreifbýlisráði, sem sitja fyrir hönd sveitarfélagsins í stjórn Félagsheimilisins Skjaldar ásamt því að vera málsvari íbúa dreifbýlisins gagnvart bæjarstjórn, í samræmi við áherslur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að sveitarfélagið taki frumkvæði, líkt og það gerði síðastliðið vor þegar farið var í viðgerðir á salernum til bráðabirgða, og tryggi að viðhald sé viðunandi á húsnæðinu. Í þessu sambandi samþykkir bæjarráð að ráðstafað verði fjármunum til viðhaldsframkvæmda á húsnæðinu á þessu ári, náist um það sátt á eigendafundi og dreifbýlisráði.

Bæjarráð - 18. fundur - 18.01.2024

Í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru málefni vegna endurbóta félagsheimilsins Skjaldar tekin til umræðu sem og fyrirhuguð umsjón með húsnæðinu næsta sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málefni Skjaldar og viðhaldsþörf að nýju upp við dreifbýlisráð/hússtjórn Skjaldar, ásamt starfsfólki sveitarfélagsins, með tilliti til forgangsröðunar á viðhaldi húsnæðisins með það að markmiði að tímasetja nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir þannig að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í síðasta lagi 1. júní nk.

Bæjarráð leggur til við dreifbýlisráð/hússtjórn að hússtjórn útfæri og auglýsi eftir umsjónarmanni með húsnæði Skjaldar næsta sumar og vísar kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna starfsmanns til næsta viðauka.
Fylgiskjöl:

Dreifbýlisráð - 2. fundur - 14.02.2024

Inn á fundinn koma Herborg Sigríður Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk, og Guðlaug Sigurðardóttir, fulltrúi Ungmennafélagsins Helgafell.
Í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru málefni vegna endurbóta félagsheimilsins Skjaldar tekin til umræðu sem og fyrirhuguð umsjón með húsnæðinu næsta sumar.



Bæjarráð fól, á 18. fundi sínum, bæjarstjóra að taka málefni Skjaldar og viðhaldsþörf að nýju upp við dreifbýlisráð/hússtjórn Skjaldar, ásamt starfsfólki sveitarfélagsins, með tilliti til forgangsröðunar á viðhaldi húsnæðisins með það að markmiði að tímasetja nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir þannig að húsnæðið verði tilbúið til notkunar í síðasta lagi 1. júní nk. Bæjarráð lagði einnig til við dreifbýlisráð/hússtjórn að hússtjórn útfæri og auglýsi eftir umsjónarmanni með húsnæði Skjaldar næsta sumar og vísaði kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna starfsmanns til næsta viðauka.



Undir þessum lið fundar dreifbýlisráð með öðrum fulltrúum eigenda félagsheimilisins.
Dreifbýlisráð/hússstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að hefja viðhaldsframkvæmdir á klósettum í samræmi við fyrirliggjandi teikningu og er formanni dreifbýlisráðs falið, fyrir hönd ráðsins og annarra eigenda (hússtjórnar), að fylgja málinu eftir fyrir þeirra hönd, taka nauðsynlegar ákvarðanir og halda þeim upplýstum um framvindu þess. Kostnaður af framkvæmdinni skiptist eftir eigendahlut samkvæmt eigendasamningi.

Formanni dreifbýlisráðs falið, fyrir hönd hússtjórnar, að leggja fram tillögu að umsjónarmanni eða fyrirkomulagi við bæjarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Af fundi víkja Herborg Sigríður Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk, og Guðlaug Sigurðardóttir, fulltrúi Ungmennafélagsins Helgafell.

Dreifbýlisráð - 3. fundur - 29.04.2024

Lagðar fram teikningar af endurbótum á salerni í Félagsheimilinu Skildi.
Dreifbýlisráð fagnar þeirri uppbyggingu og þeim endurbótum sem eru hafnar af hálfu sveitarfélagsins á Félagsheimilinu Skildi og samþykkir þær tillögur sem liggja fyrir um þau áform. Ráðið telur að með endurbótunum skapist forsendur til þess að geta nýtt þau tækifæri sem húsið býður upp á og glæða húsið aftur lífi með fjölbreyttu menningar- og viðburðastarfi.

Dreifbýlisráð - 4. fundur - 18.11.2024

Inn á fundinn kom Ásta Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk og Ungmennafélagsins Helgafell.
Lögð fram auglýsing svetitarfélagsins þar sem auglýst var eftir umsjónaraðila fyrir félagsheimilið Skjöld sumarið 2024. Tekin er til umræðu auglýsing fyrir umsjón húsnæðisins fyrir næsta sumar eða til lengri tíma eftir atvikum.



Þá eru málefni endurbóta félagsheimilsins Skjaldar einnig tekin til umræðu.



Undir þessum lið fundar dreifbýlisráð með öðrum fulltrúum eigenda félagsheimilisins.
Fulltrúar eigenda félagsheimilisins veita dreifbýlisráði umboð til að vinna að gerð tillagna varðandi umsjón með Félagsheimilinu fyrir sumarið 2025.
Dreifbýlisráð hvetur sveitarfélagið að halda áfram endurbótum á félagsheimilinu á næsta ári og fagnar þeirri vinnu sem hefur þegar farið fram.
Af fundi víkur Ásta Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennfélagsins Björk og Ungmennafélagsins Helgafell.
Getum við bætt efni síðunnar?