Umhverfisganga bæjarstjóra
Málsnúmer 1904032
Vakta málsnúmerBæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021
Lögð er fram auglýsing fyrir umhverfisgöngu Stykkishólmsbæjar 2021. Tilgangur göngunnar er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins auk þess að miðla upplýsingum frá Stykkishólmsbæ um framkvæmdir. Fjöldi ábendinga bárust frá íbúum í umhverfisgöngu sem fram fór árið 2019 og hefur verið tekið mið af mörgum þeirra í starfsemi bæjarins. Ásamt auglýsingu fyrir gönguna, sem gengin verður dagana 9.-12 ágúst nk., er lögð fram greinagerð frá göngunni 2019.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021
Góð þátttaka var í umhverfisgönguna í ár en alls tóku vel á annað hundruð íbúa þátt í göngunni. Tilgangur göngunnar er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins auk þess að miðla upplýsingum frá Stykkishólmsbæ um framkvæmdir. Fjölmargar gagnlegar ábendingar bárust, auk þess má út frá þeim umræðum sem áttu sér stað í göngunni gera sér hug um hvað íbúum finnst að betur mætti fara í almennri umhirðu bæjarins og haga verkefnum í samræmi við það. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust í göngunni í ár ásamt athugasemdum frá göngunni 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna nánar úr ábendingum, leggja fyrir fastanefndir og eftir atvikum að hrinda viðeigandi ábendingum í framkvæmd.
Æskulýðs- og íþróttanefnd - 82. fundur - 06.12.2021
Góð þátttaka var í umhverfisgönguna fyrr á þessu ári en alls tóku vel á annað hundruð íbúa þátt í göngunni. Tilgangur göngunnar er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins auk þess að miðla upplýsingum frá Stykkishólmsbæ um framkvæmdir. Fjölmargar gagnlegar ábendingar bárust, auk þess má út frá þeim umræðum sem áttu sér stað í göngunni gera sér hug um hvað íbúum finnst að betur mætti fara í almennri umhirðu bæjarins og haga verkefnum í samræmi við það. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust í göngunni í ár ásamt athugasemdum frá göngunni 2018.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir umhverfisgöngu, tilgangi göngunnar og þeim ábendingum sem komu fram.
Lagt fram til kynningar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tekur mjög jákvætt í umhverfisgönguna.
Lagt fram til kynningar.
Æskulýðs- og íþróttanefnd tekur mjög jákvætt í umhverfisgönguna.