Lóðarumsókn Hjallatanga 15
Málsnúmer 2107007
Vakta málsnúmerBæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021
Umsókn House Doctor ehf. um lóðina að Hjallatanga 15.
Bæjarráð samþykkir að úthluta House Doctor ehf. lóðina að Hjallatanga 15.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022
Bæjarráð samþykkti á 629. fundi sínum þann 26. júlí 2021 að úthluta House Doctor ehf. lóðina að Hjallatanga 15. Fyrir bæjarráð er lögð fram beiðni House Doctor ehf. um að framlengja úthlutuninni.
Bæjarráð bendir á að í grein 3.4 í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem gildir fyrir hið sameinaða sveitarfélag, er byggingarfrestur á lóð 12 mánuðir frá úthlutun og skal þá miðað við þá dagsetningu þegar lóðarúthlutun er staðfest. Tiltekið er sérstaklega í greininni að byggingarfrestur sé sá tími sem lóðarhafi hafi til að fá byggingarleyfi ásamt því að hefja framkvæmdir á lóðinni. Hafi byggingarleyfi ekki verið veitt eða framkvæmdir ekki hafist á lóðinni að byggingarfresti liðnum fellur lóðarúthlutunin úr gildi.
Bæjarráð vill taka fram að ekkert í gögnum málsins eða í rökstuðningi lóðarhafa með fyrirliggjandi erindi gefi tilefni til þess að ætla að ágallar hafi verið á málsmeðferð sveitarfélagsins, að skort hafi á miðlun upplýsinga til lóðarhafa af hálfu sveitarfélagsins eða að rekja megi tafir á meðferð málsins að öðru leyti til sveitarfélagsins.
Með vísan til framanritaðs sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.
Bæjarráð vekur athygli lóðarhafa á þeim takmörkunum sem f-liður 1. mgr. 2. reglna Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði setur fyrri lóðarhöfum varðandi umsóknir lóða komi til þess að lóðarúthlutun lóðarhafa falli niður að byggingarfresti liðnum, en samkvæmt f-lið 1. mgr. 2. reglnanna telst lóðarumsókn ekki gild hafi umsækjandi áður fengið viðkomandi lóð úthlutaða og aðrar umsóknir eru um viðkomandi lóð. Sé fyrrum lóðarhafi hins vegar eini umsækjandi að viðkomandi lóð er heimilt að úthluta honum lóðinni að nýju.
Bæjarráð vill taka fram að ekkert í gögnum málsins eða í rökstuðningi lóðarhafa með fyrirliggjandi erindi gefi tilefni til þess að ætla að ágallar hafi verið á málsmeðferð sveitarfélagsins, að skort hafi á miðlun upplýsinga til lóðarhafa af hálfu sveitarfélagsins eða að rekja megi tafir á meðferð málsins að öðru leyti til sveitarfélagsins.
Með vísan til framanritaðs sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.
Bæjarráð vekur athygli lóðarhafa á þeim takmörkunum sem f-liður 1. mgr. 2. reglna Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði setur fyrri lóðarhöfum varðandi umsóknir lóða komi til þess að lóðarúthlutun lóðarhafa falli niður að byggingarfresti liðnum, en samkvæmt f-lið 1. mgr. 2. reglnanna telst lóðarumsókn ekki gild hafi umsækjandi áður fengið viðkomandi lóð úthlutaða og aðrar umsóknir eru um viðkomandi lóð. Sé fyrrum lóðarhafi hins vegar eini umsækjandi að viðkomandi lóð er heimilt að úthluta honum lóðinni að nýju.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022
Lögð fram beiðni House Doctor ehf. um að framlengja úthlutunin sem bæjarráð samþykkti á 629. fundi sínum þann 26. júlí 2021.
Bæjarráð benti 1. fundi sínum á að í grein 3.4 í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem gildir fyrir hið sameinaða sveitarfélag, er byggingarfrestur á lóð 12 mánuðir frá úthlutun og skal þá miðað við þá dagsetningu þegar lóðarúthlutun er staðfest. Tiltekið er sérstaklega í greininni að byggingarfrestur sé sá tími sem lóðarhafi hafi til að fá byggingarleyfi ásamt því að hefja framkvæmdir á lóðinni. Hafi byggingarleyfi ekki verið veitt eða framkvæmdir ekki hafist á lóðinni að byggingarfresti liðnum fellur lóðarúthlutunin úr gildi.
Bæjarráð tók fram að ekkert í gögnum málsins eða í rökstuðningi lóðarhafa með fyrirliggjandi erindi gefi tilefni til þess að ætla að ágallar hafi verið á málsmeðferð sveitarfélagsins, að skort hafi á miðlun upplýsinga til lóðarhafa af hálfu sveitarfélagsins eða að rekja megi tafir á meðferð málsins að öðru leyti til sveitarfélagsins.
Með vísan til framanritaðs sá bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.
Bæjarráð vakti athygli lóðarhafa á þeim takmörkunum sem f-liður 1. mgr. 2. gr. reglna Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði setur fyrri lóðarhöfum varðandi umsóknir lóða komi til þess að lóðarúthlutun lóðarhafa falli niður að byggingarfresti liðnum, en samkvæmt f-lið 1. mgr. 2. gr. reglnanna telst lóðarumsókn ekki gild hafi umsækjandi áður fengið viðkomandi lóð úthlutaða og aðrar umsóknir eru um viðkomandi lóð. Sé fyrrum lóðarhafi hins vegar eini umsækjandi að viðkomandi lóð er heimilt að úthluta honum lóðinni að nýju.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð benti 1. fundi sínum á að í grein 3.4 í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem gildir fyrir hið sameinaða sveitarfélag, er byggingarfrestur á lóð 12 mánuðir frá úthlutun og skal þá miðað við þá dagsetningu þegar lóðarúthlutun er staðfest. Tiltekið er sérstaklega í greininni að byggingarfrestur sé sá tími sem lóðarhafi hafi til að fá byggingarleyfi ásamt því að hefja framkvæmdir á lóðinni. Hafi byggingarleyfi ekki verið veitt eða framkvæmdir ekki hafist á lóðinni að byggingarfresti liðnum fellur lóðarúthlutunin úr gildi.
Bæjarráð tók fram að ekkert í gögnum málsins eða í rökstuðningi lóðarhafa með fyrirliggjandi erindi gefi tilefni til þess að ætla að ágallar hafi verið á málsmeðferð sveitarfélagsins, að skort hafi á miðlun upplýsinga til lóðarhafa af hálfu sveitarfélagsins eða að rekja megi tafir á meðferð málsins að öðru leyti til sveitarfélagsins.
Með vísan til framanritaðs sá bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni.
Bæjarráð vakti athygli lóðarhafa á þeim takmörkunum sem f-liður 1. mgr. 2. gr. reglna Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði setur fyrri lóðarhöfum varðandi umsóknir lóða komi til þess að lóðarúthlutun lóðarhafa falli niður að byggingarfresti liðnum, en samkvæmt f-lið 1. mgr. 2. gr. reglnanna telst lóðarumsókn ekki gild hafi umsækjandi áður fengið viðkomandi lóð úthlutaða og aðrar umsóknir eru um viðkomandi lóð. Sé fyrrum lóðarhafi hins vegar eini umsækjandi að viðkomandi lóð er heimilt að úthluta honum lóðinni að nýju.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.