Fara í efni

Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2021

Málsnúmer 2010016

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Helsta breyting sem snýr að safna- og menningarmálum gerir ráð fyrir að ársskirteini Amtbókasafns verði íbúum Stykkishólmsbæjar gjaldfrjáls.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar áformum um að ársskírteini Amtsbókasafnsins verði íbúum Stykkishólmsbæjar gjaldfrjáls. Nefndin gerir ekki aðrar athugasemdir við drög að gjaldskrá fyrir sitt leyti.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á 392. fundi bæjarstjórnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021.

Öldungaráð - 6. fundur - 07.12.2020

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2021.
Öldungarráð óskar eftir því við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að taka til endurskoðunar í fjárhagsáætlun 2021 gjaldtöku á sundiðkun eldriborgara í Stykkishólmi þannig að árskort verði 3000.- í stað 6000.- og 300 kr. stakur tími eða
að styðja við eldri borgara um árskort sem lið í heilsueflingu eldri borgara.

Öldungarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrár Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lögð fram tillaga hafnarvarðar um breytingu/lagfæringu á orðalagi í gjaldskrá Stykkishólmshafnar.



Tölvupóstur var sendur á Hafnarstjórn þar sem nefndarmönnum var gefin kostur á að gera athugasemdir, en engar bárust.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á 14. gr. gjaldskrár Stykkishólmshafnar í samræmi við framlögð gögn og visa til seinni umræðu.

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Á 629. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga hafnarvarðar um breytingu/lagfæringu á orðalagi í gjaldskrá Stykkishólmshafnar.

Tölvupóstur var sendur á Hafnarstjórn þar sem nefndarmönnum var gefin kostur á að gera athugasemdir, en engar bárust.

Bæjarráð samþykkti tillögu að breytingu á 14. gr. gjaldskrár Stykkishólmshafnar í samræmi við framlögð gögn og vísaði til seinni umræðu.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingu á gjaldskrá.
Getum við bætt efni síðunnar?