Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15

Málsnúmer 2106004F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 401. fundur - 26.08.2021

Forseti gerir grein fyrir þeirri dagskrárbreytingu að dagskrárliður 6 "Kosning í kjörstjórn" er felldur af dagskrá fundarins þar sem ekki er þörf á að kjósa nýja kjörstjórn. Um var að ræða misskilning í samskiptum kjörstjórnar og Ráðhússins sem kom í ljós eftir að fundarboð var sent.

Forseti óskar eftir athugasemdum frá fundamönnum. Engar athugasemdir komu fram og er því dagskrárliðurinn felldur af dagskrá fundarins.


---

Forseti vekur athygli á því að sú sérstaka staða er uppi að Theódóra Mattíasdóttir, varabæjarfulltrúi O-lista, sem óskaði eftir að mál yrði tekið á dagskrá og forseti gerði ráð fyrir að myndi mæta til fundarins, er ekki mætt til fundar til að fylgja eftir tillögu sinni eftir sem er á dagskrá fundarins undir dagskrárlið 7 í upphaflegu fundarboði. Eðli málsins samkvæmt telur forseti að undir venjulegum kringumstæðum yrði að fresta málinu eða taka málið af dagskrá fundarins þar sem fundarmaður er ekki mættur til þess að fylgja tillögu sinni eftir. Í ljósi eðli málsins og í ljósi þess að sá bæjarfulltrúi sem lagði málið upphaflega fyrir bæjarráð er mættur til fundarins telur forseti að fyrir hendi séu forsendur til þess að heimila Erlu Friðriksdóttur að gera tillöguna að sinni, berist ekki andmæli frá Erlu Friðriksdóttur eða öðrum fundarmönnum.

Engin andmæli bárust.

Lagt undir fundinn til samþykktar og samþykkt samhljóða.
Lögð fram fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Framlagt til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?