Úttekt á Slökkviliði Stykkishólms 2021
Málsnúmer 2107011
Vakta málsnúmerBæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021
Lögð fram niðurstaða úttektar HMS á starfsemi Slökkviliðs Stykkishólms sem fram fór þann 2. júní sl. Þess er farið á leit að athugasemdirnar sem gerðar voru við úttektina verði teknar til umfjöllunar og ákvörðun tekin um hvenær ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur.
Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra og bæjarritara að yfirfara athugasemdir og gera tillögu að úrbótum.
Bæjarráð - 9. fundur - 21.03.2023
Lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu slökkviliðsins.
Samþykkt að vísa þessu til næsta bæjarráðsfundar.
Bæjarráð - 10. fundur - 27.03.2023
Einar Þór Strand slökkviliðsstjóri kom til fundar og gerir grein fyrir stöðu máls.
Lagt fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu slökkviliðsins. Einar Þór Strand, slökkviliðsstjóri, kemur til fundar og gerir grein fyrir stöðu máls.
Einar Þór Strand slökkviliðsstjóri, kom til fundar og gerir grein fyrir stöðu máls og svaraði spurningum.
Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri sendi viðbrögðum við erindinu.
Bæjarráð óskar eftir því að slökkviliðsstjóri sendi viðbrögðum við erindinu.
Einar vék af fundi.