Fara í efni

Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 1909016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 396. fundur - 25.02.2021

Lögð fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar um gistastaði á íbúaðasvæðum til afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Á 248. fundi skipulags- og byggingarnefndar samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu til kynningar fyrir almenning og annarra hagsmunaaðila og til umsagnar í Skipulagsstofnun.

Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi lýsingu til kynningar fyrir almenning og annarra hagsmunaaðila og að hún verði send til umsagnar í Skipulagsstofnun.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu til kynningar fyrir almenning og annarra hagsmunaaðila og samþykkir að hún verði send til umsagnar í Skipulagsstofnun

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Á 249. fundi skipulags- og byggingarnefndar lagði Matthildur Elmarsdóttir/Alta fram og kynnti gögn til umræðu í nefndinni vegna mótunar á tillögu Stykkishólmsbæjar að stefnu og skilmálum um gististaði á íbúðasvæðum í bænum. Í bókun nefndarinnar kemur fram að erindið hafi verið lagt fram til kynningar og umræðu þar sem fjallað var m.a. um ýmis jákvæð og neikvæð áhrif gististaða á íbúaðasvæðum og jafnframt skoðað hvernig önnur bæjarfélög hafa markað sér skipulagslega stefnu um þessi mál.

Drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 36. gr. skipulagslaga er lögð fram í bæjarráði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og felur skipulags- og byggingarnefnd að vinna málið áfram.

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Á 251. fundi skipulags- og byggingarnefndar lagði Matthildur Elmarsdóttir/Alta fram og kynnti gögn til umræðu við mótun vinnslutillögu að stefnu að skilmálum um gististaði í aðalskipulagi sem auglýst verður til kynningar fyrir hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að breytingartillagan verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Að tillagan verði auglýst í fjölmiðli og birt á vef sveitarfélagsins og gefinn 3ja vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana og verði jafnframt send til eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.

Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á 627. fundi sínum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðsluna þannig að tillagan verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs þannig að tillagan verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Til máls tóku:HH,HG,JBJ og LÁH

Bókun bæjarfulltrúa O-listans:
Undirrituð samþykkja að vísa tillögunni áfram í auglýsingu. Þannig gefst íbúum kostur á að koma athugasemdum sínum á framfæri og fulltrúum bæjarins að koma til móts við þær.

Undirrituð benda á mikilvægi þess að virkt eftirlit með starfseminni verði tryggt svo hún fari fram í samræmi við lög og reglur. Í því samhengi leggja undirrituð áherslu á að heimild verði fyrir því að afturkalla leyfi ef reglur eru brotnar.

Haukur Garðarsson
Theódóra Matthíasdóttir

Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021

Lögð fram að nýju vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 - 2022 sem var í kynningu til 9. júní,í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan er auglýst í fjölmiðli og birt á vef sveitarfélagsins og gefinn 3ja vikna frestur til að senda inn ábendingar. Jafnframt var tillagan send til eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.

Athugasemdir við auglýstri vinnslutillögu bárust frá f.h. Sjávarborg ehf. Sigríði Jóhannesdóttur, Gunnlaugi Auðunni Árnasyni og Halldóri Árnasyni mótt. 9.06. Frá Unni Steinsson/ Hótel Fransiskus mótt.9.06. Einnig bárust tvær athugasemdir eftir að kynningartíma lauk frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands mótt.24.06 og Sigurbjarti Loftssyni mótt.30.06.



Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir og ræddi innsendar athugasemdir á 253. fundi sínum. Erindi var frestað til frekari úrvinnslu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Bæjarstjórn - 402. fundur - 30.09.2021

Lögð fram að nýju vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 ásamt minnisblaði frá Matthildi Kr. Elmarsdóttur hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta.

Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021 (sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna), með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Jafnframt var tillagan send til eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness. Ábendingar sem bárust við lýsinguna voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.

Vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna gististaða í íbúðarbyggð var auglýst, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí 2021 og auglýst í Skessuhorni þann 19. maí 2021. Tillagan var jafnframt send til ofangreinda umsagnaraðila. Umsagnar- og athugasemdafrestur var til 9. júní 2021.

Eftirtaldir umsagnaraðilar skiluðu umsögn um vinnslutillöguna: Ferðamálasamtök Snæfellsness, Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. Ferðamálasamtökin og svæðisskipulagsnefnd gerðu engar athugasemdir en Heilbrigðiseftirlitið lagði áherslu á að reglur um hljóðvist, bílastæði og sorphirðu yrðu settar fram með sem skýrustum hætti.

Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir við vinnslutillöguna: Unnur Steinsson f.h. Hótel Fransiskus, Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnlaugur Auðunn Árnason og Halldór Árnason f.h. Sjávarborgar og Sigurbjartur Loftsson. Athugasemdirnar snúa að rekstrarumhverfi, atvinnusköpun, fasteignagjöldum, samkeppnisstöðu, eftirliti, skipulagsviðmiðum og skýringum og rökum fyrir þeim. Á 253. fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. júlí s.l. var farið var yfir innsendar athugasemdir og þær ræddar en erindinu vísað til frekari úrvinnslu.

Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði á 254. fundi sínum um framkomnar ábendingar og athugasemdir við vinnslutillöguna og flokkaði þær í tvö meginefnisatriði og eru viðbrögð nefndarinnar við þeim lagðar fram til staðfestingar.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að lagfæra breytingatillöguna til samræmis við ofangreind svör og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkti, á 631. fundi sínum, tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna og að hún verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarráð fól jafnframt skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum gegn þremur og að hún verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn felur jafnframt skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Til máls tóku:HH,LÁH,SIM og EF

Bókun O-lista
Þær athugasemdir sem bárust frá ferðaþjónustuaðilum í bænum gefa tilefni til þess að staldra við og velta því upp hvort fýsilegt sé að halda áfram þessari vinnu. Undirrituð hafna tillögunni og kalla eftir nánara samráði við hagsmunaaðila áður en lengra er haldið.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir


Bókun H-lista vegna stefnu um gististaði á íbúðarsvæðum:
Bæjarfulltrúar H-listans þakka innsendar ábendingar, undirtektir og athugasemdir. H-listinn bendir á að umrædd stefna snýr ekki að heimagistingu heldur rekstrarleyfum í íbúabyggð, enda ekki lagalegar forsendur til þess að setja heimagistingu skorður í aðalskipulagi líkt og með rekstrarleyfin, eins og stefnt er að, þar sem heimagistin er almennt heimil samkvæmt lögum og reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Varðandi athugasemdir þær er varða samkeppnisstöðu minni aðila við stærri gistiþjónustur í Stykkishólmi, þ.e. gistiheimili og hótel, tekur H-listinn undir mikilvægi þeirrar starfsemi fyrir Stykkishólm og nærliggjandi samfélög. Bendir H-listinn á að samhliða fyrirliggjandi stefnu um gististaði á íbúðarsvæðum og breytingu á aðalskipulagi verður samþykkt um fjölda bílastæða innan lóða í Stykkishólmi breytt þannig að kveðið sé á um eitt bílastæði fyrir hvert herbergi/gistirými til viðbótar við eitt til tvö bílastæði sem tengjast viðkomandi íbúðarhúsnæði og eru fyrir eigendur, en í fyrirliggjandi stefnu er sérstaklega kveðið á um að taka beri mið af þeim reglum. Mun sú breyting draga mjög úr væntu umfangi rekstrarleyfa í Stykkishólmi enda eru íbúðahús í Stykkishólmi á fáum stöðum í bænum með meira en 1-2 bílastæði. Með því móti verður komið til móts við þær athugasemdir sem snýr að samkeppnisstöðu við aðra gististaði í Stykkishólmi, enda ljóst að umfangið verður óverulegt í ljósi þessa hvað rekstrarleyfi varðar.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Guðrún Svana Pétursdóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir

Skipulags- og bygginganefnd - 256. fundur - 18.01.2022

Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð.

Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021, í
samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna, með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Ábendingar sem bárust voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi vinnslutillögu til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á fundi sínum 3. maí 2021. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðsluna þann 12. maí 2021 og í samræmi við þá afgreiðslu var tillagan auglýst og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí og gefinn 3 vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana. Tillagan var þá jafnframt send til umsagnar eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.

Þegar kynningar- og umsagnartími vinnslutillögu var liðinn var fjallað um þær athugasemdir og ábendingar sem bárust og þær afgreiddar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 13. september 2021 og af bæjarstjórn þann 30. september, en athugasemdir við auglýsta vinnslutillögu bárust frá Sjávarborg ehf., Hótel Fransiskus, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Sigurbjarti Loftssyni. Tillagan var þá jafnframt afgreidd til yfirferðar Skipulagsstofnunar fyrir formlega auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við tillöguna, sbr. umsögn dags. 28. október 2021 og var tillagan því var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með 6 vikna athugasemdafresti. Auglýsing var birt á vef Stykkishólmsbæjar, í Skessuhorni og Lögbirtingablaðinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 30. desember 2021 . Sjálf tillagan var birt á vef bæjarins og lá frammi til sýnis á bæjarskrifstofu. Tölvupóstur með tillögunni var jafnframt sendur til allra sem gert höfðu athugasemdir. Engar frekari athugasemdir bárust. Ein minniháttar ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og hefur texti verið lagfærður í samræmi við hana (sjá bls.7).

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð og felur skipulagsfulltrúa að lagfæra tillöguna til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sipulags- og byggingarnefnd hefur þegar lagt til breytingar á reglum Stykkishólmsbæjar um bílastæðafjölda samhliða breytingum á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.

Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1.

Bæjarráð - 635. fundur - 20.01.2022

Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð.

Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021, í samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna, með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Ábendingar sem bárust voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi vinnslutillögu til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á fundi sínum 3. maí 2021. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðsluna þann 12. maí 2021 og í samræmi við þá afgreiðslu var tillagan auglýst og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí og gefinn 3 vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana. Tillagan var þá jafnframt send til umsagnar eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.

Þegar kynningar- og umsagnartími vinnslutillögu var liðinn var fjallað um þær umsagnir og ábendingar sem bárust og þær afgreiddar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 13. september 2021 og af bæjarstjórn þann 30. september, en umsagnir við auglýsta vinnslutillögu bárust frá Sjávarborg ehf., Hótel Fransiskus, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Sigurbjarti Loftssyni. Tillagan var þá jafnframt afgreidd til athugunar Skipulagsstofnunar fyrir formlega auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við tillöguna, sbr. umsögn dags. 28. október 2021 og var tillagan því var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með 6 vikna athugasemdafresti. Auglýsing var birt á vef Stykkishólmsbæjar, í Skessuhorni og Lögbirtingablaðinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 30. desember 2021. Sjálf tillagan var birt á vef bæjarins og lá frammi til sýnis á bæjarskrifstofu. Tölvupóstur með tillögunni var jafnframt sendur til allra sem gert höfðu athugasemdir. Engar frekari athugasemdir bárust. Ein minniháttar ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og hefur texti verið lagfærður í samræmi við hana (sjá bls.7).

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 256. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð og fól skipulagsfulltrúa að lagfæra tillöguna til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sipulags- og byggingarnefnd hefur þegar lagt til breytingar á reglum Stykkishólmsbæjar um bílastæðafjölda samhliða breytingum á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn einu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 407. fundur - 25.01.2022

Lögð er fram til samþykktar breyting á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð.

Lýsing fyrir skipulagsverkefnið var auglýst og birt þann 3. mars 2021, í samræmi 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga með vísan í 36. gr. laganna, með fresti til ábendinga fyrir lok mars. Ábendingar sem bárust voru til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 12. apríl 2021 og voru hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi vinnslutillögu til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga á fundi sínum 3. maí 2021. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðsluna þann 12. maí 2021 og í samræmi við þá afgreiðslu var tillagan auglýst og birt á vef sveitarfélagsins þann 18. maí og gefinn 3 vikna frestur til að senda inn ábendingar um hana. Tillagan var þá jafnframt send til umsagnar eftirtaldra aðila og þeim gefinn sami frestur til umsagnar: Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, Ferðamálasamtök Snæfellsness, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Samtök ferðaþjónustunnar, Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, sýslumaðurinn á Vesturlandi og svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness.

Þegar kynningar- og umsagnartími vinnslutillögu var liðinn var fjallað um þær umsagnir og ábendingar sem bárust og þær afgreiddar á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 13. september 2021 og af bæjarstjórn þann 30. september, en umsagnir við auglýsta vinnslutillögu bárust frá Sjávarborg ehf., Hótel Fransiskus, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Sigurbjarti Loftssyni. Tillagan var þá jafnframt afgreidd til athugunar Skipulagsstofnunar fyrir formlega auglýsingu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsstofnun gerði ekki athugasemdir við tillöguna, sbr. umsögn dags. 28. október 2021 og var tillagan því var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga með 6 vikna athugasemdafresti. Auglýsing var birt á vef Stykkishólmsbæjar, í Skessuhorni og Lögbirtingablaðinu. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 30. desember 2021. Sjálf tillagan var birt á vef bæjarins og lá frammi til sýnis á bæjarskrifstofu. Tölvupóstur með tillögunni var jafnframt sendur til allra sem gert höfðu athugasemdir. Engar frekari athugasemdir bárust. Ein minniháttar ábending barst frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og hefur texti verið lagfærður í samræmi við hana (sjá bls.7).

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 256. fundi sínum, fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð og fól skipulagsfulltrúa að lagfæra tillöguna til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sipulags- og byggingarnefnd hefur þegar lagt til breytingar á reglum Stykkishólmsbæjar um bílastæðafjölda samhliða breytingum á aðalskipulagi um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 um gististaði í íbúðarbyggð og að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.

Til máls tóku:HH,EF,LÁH og GS

Bókun:

Undirrituð samþykkja ekki afgreiðsluna og vísa í bókun okkar frá 402. bæjarstjórnarfundar dags. 30.09.2021.

Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir

Tekið var fundarhlé.

Bókun:
Bæjarfulltrúar H-listans taka undir með skipulags- og byggingarnefnd sem samþykkti tillöguna samhljóða. Að öðru leyti er vísað til bókunar H-lista vegna stefnu um gististaði á íbúðarsvæðum frá 402. fundi bæjarstjórnar þar sem ítarlega er gerð grein fyrir málinu.


Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Gunnlaugur Smárason
Guðmundur Kolbeinn Björnsson
Steinunn I. Magnúsdóttir



Getum við bætt efni síðunnar?