Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Nesvegur 12
Málsnúmer 2010006
Vakta málsnúmerBæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021
Ragnar vék af fundi.
Lagt fram að nýju erindi frá Hafþóri Inga Þorgrímssyni þar sem hann óskar eftir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis.
Á 624. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í fyrirhuguð áform og hvatti bæjarráð bréfritara til þess að senda inn breytingartillögu á fyrirliggjandi deiliskipuagi, ásamt þeim upplýsingum sem skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir, í samræmi við fyrirhuguð byggingaráform, en vísaði að öðru leyti til fyrri svara og bókana nefnda sveitarfélagsins, þ.m.t. bókun bæjarráðs þar sem mælst var til þess að heildarhæð skv. núverandi skipulagi haldist áfram óbreytt óháð staðsetningu innan byggingarreits.
Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir eigendum húsa við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7 og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b, þegar að fullnægjandi gögn hafa borist til skipulagsfulltrúa.
Á 624. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í fyrirhuguð áform og hvatti bæjarráð bréfritara til þess að senda inn breytingartillögu á fyrirliggjandi deiliskipuagi, ásamt þeim upplýsingum sem skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir, í samræmi við fyrirhuguð byggingaráform, en vísaði að öðru leyti til fyrri svara og bókana nefnda sveitarfélagsins, þ.m.t. bókun bæjarráðs þar sem mælst var til þess að heildarhæð skv. núverandi skipulagi haldist áfram óbreytt óháð staðsetningu innan byggingarreits.
Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir eigendum húsa við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7 og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b, þegar að fullnægjandi gögn hafa borist til skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð bendir á að fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist Stykkishólmsbæ í síðasta lagi 22. mars nk. þannig að mögulegt sé að taka endanlega afstöðu til erindisins í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 25. mars nk.
Bæjarráð bendir á að fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist Stykkishólmsbæ í síðasta lagi 22. mars nk. þannig að mögulegt sé að taka endanlega afstöðu til erindisins í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 25. mars nk.
Ragnar kom aftur inn á fundinn
Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Stykkishólms, sem unnin er af Plan teiknistofu fyrir Hafþór Inga Þorgrímsson, en fyrirliggjandi tillaga tekur mið af athugasemdum skipulagsfulltrúa, sbr. bókun 249. fundar skipulags- og byggingarnefndar og 625. fundar bæjarráðs.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 249. fundi sínum að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir eigendum húsa við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7 og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b, þegar að fullnægjandi gögn hafa borist til skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð staðfesti ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar á 625. fundi sínum og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 249. fundi sínum að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir eigendum húsa við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7 og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b, þegar að fullnægjandi gögn hafa borist til skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð staðfesti ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar á 625. fundi sínum og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar.
Bæjarráð - 629. fundur - 26.07.2021
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Nesveg 12, sem grenndarkynnt var frá 6. apríl til 6. maí 2021, samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir eigendum húseigna við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7, og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b. Tvær athugasemdir bárust.
Í ljósi innsendra athugasemda var afgreiðsla á erindi frestað á skipulags- og byggingarnefndarfundi þann 7. júní s.l.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 253. fundi sínum að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.
Í ljósi innsendra athugasemda var afgreiðsla á erindi frestað á skipulags- og byggingarnefndarfundi þann 7. júní s.l.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 253. fundi sínum að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir deiliskipubreytingu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.