Fara í efni

Bæjarstjórn

30. fundur 28. nóvember 2024 kl. 17:00 - 17:46 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
  • Gyða Steinsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar óskar eftir samþykki fundarins á uppfærslu, frá boðaðri dagskrá, á inngangi í dagskrárliðum 24 og 25.

Samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð - 27

Málsnúmer 2411012FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 27. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 39

Málsnúmer 2411005FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 39. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 17

Málsnúmer 2411002FVakta málsnúmer

Lögð fram 17. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.Æskulýðs- og íþróttanefnd (SH) - 4

Málsnúmer 2411004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 4. fundar æskulýðs- og íþróttanefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Öldungaráð - 7

Málsnúmer 2411003FVakta málsnúmer

Lögð fram 7. fundargerð öldungaráðs.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulagsnefnd - 25

Málsnúmer 2411011FVakta málsnúmer

Lögð fram 25. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

7.Safna- og menningarmálanefnd - 5

Málsnúmer 2411001FVakta málsnúmer

Lögð fram 5. fundargerð safna- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

8.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4

Málsnúmer 2411009FVakta málsnúmer

Lögð fram 4. fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Lagt fram til kynningar.

9.Dreifbýlisráð - 4

Málsnúmer 2411007FVakta málsnúmer

Lögð fram 4. fundargerð dreifbýlisráðs.
Lagt fram til kynningar.

10.Ályktun Skógræktarfélags Íslands - Vörsluskylda búfjár

Málsnúmer 2410022Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Skógræktarfélags Íslands sem samþykkt var á aðalfundi félagsins sem fram fór dagana 30. ágúst - 1. september 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Samningur á sviði endurhæfingar

Málsnúmer 2411032Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur á sviði endurhæfingar milli Tryggingastofnunar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK - starfsendurhægingarsjóðs ses., Vinnumálastofnunar og heilsugæslustöðva.
Lagt fram til kynningar.

12.Skólastefna Stykkishólms

Málsnúmer 1610019Vakta málsnúmer

Skólastefna sveitarfélagsins lögð fram. Skólastefnan var tekin til umræðu á 17. fundi skóla- og fræðslunefndar. Nefndin taldi jákvætt hve mikið hefur nú þegar komið til framkvæmda af þeim atriðum sem talin voru helstu áskoranir í skóla- og frístundamálum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

13.Kjör nefnda í samræmi við samþykktir Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni formanns safna- og mennnigarmálanefndar um lausn frá störfum formanns. Fyrir liggur að tilnefna þarf nýjan formann í nefndina.
Tillaga forseta bæjarstjórnar að breytingum á fulltrúum H-lista í safna- og menningarmálanefnd:
Jón Ragnar Daðason, formaður
Arnór Óskarsson, aðalmaður
Dagný Hermannsdóttir, aðalmaður
Harpa Eiríksdóttir, varamaður
Georg Pétur Ólafsson, varamaður
Kristjón Daðason, varamaður

14.Sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi

Málsnúmer 2411029Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla KPMG um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

15.Erindi vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 2411036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi vegna fasteignagjalda að Smiðjustíg 3.



Bæjarráð samþykki, á 27. fundi sínum, styrk vegna fasteignagjalda fyrir 2025.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

16.Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Málsnúmer 2411028Vakta málsnúmer

Dómsmálaráðherra setti Birnu Ágústsdóttur, sýslumanninn á Norðurlandi vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní sl. til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar var beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skoraði, á 4.fundi sínum, á dómsmálaráðherra að auglýsa nú þegar starf Sýslumannsins á Vesturlandi, sem er með aðsetur í Stykkishólmi, laust til umsóknar.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

17.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Á 4. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar voru samgöngumál innan sveitarfélagsins tekin til umræðu.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skoraði á innviðaráðherra, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að leggjast á eitt um að færa framkvæmdir á um Snæfellsnesveg 54 um Skógarströnd framar á samgönguáætlun. Það er í raun ótækt að þessi ófjármagnaði STOFNVEGUR á láglendi, sem enn er að langt stærstum hluta MALAVEGUR, sá eini á Íslandi, sé ekki í sérstökum forgangi í samgönguáætlun.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd minnti í því sambandi á að Skógarstrandarvegur er hluti grunnnetsins samkvæmt samgönguáætlun og ætti því að vera forgangsatriði við ráðstöfun fjármuna á samgönguáætlun, líkt og markmið hennar kveða á um, en það endurspeglast hins vegar ekki í fyrirliggjandi drögum/tillögum að samgönguáætlun. Í raun er ótækt að þessi eini stofnvegur á láglendi á Íslandi, sem enn er malavegur, sé ítrekað látinn sæta afgangi við forgangsröðun fjármuna. Þess er í raun krafist að forgangsröðun fjármuna verði í samræmi við markmið samgönguáætlunar. Að mati nefndarinnar er hreinlega skömm að því að á Íslandi sé til staðar stofnvegur á láglendi sem enn sé malavegur.



Það er því óhjákvæmilegt að gera kröfu um að fyrirliggjandi samgönguáætlun verði breytt með tilliti til mikilvægis vegarins sem hluta af grunnneti samgöngukerfisins og framkvæmdum verði flýtt inn á fyrsta tímabil áætlunarinnar. Nefndin skoraði einnig á Vegagerðina að setja upp teljara á svæðinu svo hægt sé að auka þjónustu í samræmi við umferðarþunga. Einnig er lögð áhersla á endurbætur á Snæfellsnesvegi frá Borgarnesi inn á Snæfellsnes, sér í lagi að endurbætur á Snæfellsnesvegi 54 frá Brúarhrauni að Dalsmynni verði færðar framan í samgönguáætlun.



Einnig lagði atvinnu- og nýsköpunarnefnd þunga áherslu á að Stykkishólmsvegur 58 er ónýtur og óviðunandi, sér í lagi frá Stykkishólmi og að Vogsbotni, og er þess krafist að enduruppbygging vegarins verði sett í algjöran forgang.



Að öðru leyti vísaði nefndin í fyrri ályktanir sveitarfélagsins og umsagnir varðandi Snæfellsnesveg 54.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu-og nýsköpunarnefndar.

18.Ríkisstörf í Stykkishólmi

Málsnúmer 2411031Vakta málsnúmer

Störf á vegum ríkisins í Stykkishólmi voru tekin til umræðu á 4. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd krafðist þess að ríkið standi vörð um störf á vegum ríkisins í Stykkishólmi en þeim hefur fækkað á síðustu 10 árum þrátt fyrir að ríkisstörfum hafi fjölgað á Vesturlandi sem og á landsvísu. Nefndin taldi ljóst að ríkið hafi ekki staðið sig sem skyldi í að fjölga ríkisstörfum á landsbyggðinni, a.m.k. ekki í Stykkishólmi. Vísaði nefndin að öðru leyti til fyrri ályktana og umsagna sveitarfélagsins vegna þessa.



Bæjarráð staðfesti, 27. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu-og nýsköpunarnefndar.

19.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu þar sem tíundaðar eru tillögur hópsins atvinnulífi í Stykkishólmi til framdráttar.



Á 4. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar benti nefndin á að starfshópur um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi skilaði af sér skýrslu árið 2022. Þar sem m.a. er lögð áhersla á frekari nýtingu svæðisbundinna náttúruauðlinda á sjálfbæran hátt og það verði gert með því að efla rannsóknir á lífríki sjávar. Til þess verði stofnað Þekkingar- og rannsóknarsetur við Breiðafjörð sem hafi það að meginmarkmiði að stuðla að auknu klasasamstarfi einstaklinga, atvinnulífs, stofnana og opinberra aðila þannig að stuðla megi að jákvæðri samfélags- og byggðaþróun á svæðinu, byggða á svæðisbundnum styrkleikum. Í sama streng tekur stýrihópur um framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar í skýrslu frá júní 2024.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði stuðningi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við verkefnið og lagði áherslu á mikilvægi þess að það verði stofnað á vormánuðum 2025 í samræmi við stuðning ráðuneytisins þar um.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu-og nýsköpunarnefndar.

20.Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar

Málsnúmer 2011049Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla stýrihóps um Framtíð Breiðafjarðar, sem skilað var til umhverfisráðherra í júlí 2024, um greiningu á verndargildi vernarsvæðis Breiðafjarða og áhrif þess, tækifæri og ógnanir, á samfélag, byggð og atvinnulíf, ásamt tengdum gögnum.



I stýrihópnum sem vann skýrslunar sátu eftirtaldir:



Formaður:

Sigríður Finsen, skipuð án tilnefningar.



Fulltrúar sveitarfélaga:

- Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, tilnefndur af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

- Jóhanna Ösp Einarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og formaður stjórnar, tilnefnd af Fjórðungssambandi Vestfirðinga.



Fulltrúar ráðuneyta/ríkisins:

- Steinar Kaldal, sérfræðingur í umhverfis- orku og loftslagráðuneytinu, í tímabundnu leyfi hans sátu Guðríður Þorvarðardóttir og Dagný Arnarsdóttir fundi.

- Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar, tilnefnd af Breiðafjarðarnefnd.

- Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innviðaráðuneytinu.

- Kristján Skarphéðinsson, sérfræðingur, tilnefndur af matvælaráðuneytinu, síðar Freydís Vigfúsdóttir og síðar Sveinn Kári Valdimarsson í leyfi Freydísar.

- María Reynisdóttir, sérfræðingur menningar- og viðskiptaráðuneytið, síðar Þórarinn Örn Þrándarson.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnaði, á 4. fundi sínum, niðurstöðunni og batt vonir við að með þessari niðurstöðu hafi skapast mikilvæg sátt um framtíð Breiðafjarðar. Lykilþáttur í allri umræðu og sátt um framtíð Breiðarfjarðar er að rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar verði stórauknar frá því sem nú er þannig að tryggja megi áfram sjálfbæra auðlindanýtingu fjarðarins.



Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beindi því til matvælaráðherra, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Hafrannsóknarstofnunar að stórauka rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar.



Bæjarráð staðfesti, á 27.fundi sínum, afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu-og nýsköpunarnefndar.

21.Stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi

Málsnúmer 2110019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf starfshóps um stefnumörkun opinna grænna svæða innan bæjarmarka í Stykkishólmi. Björn Ásgeir Sumarliðason, formaður hópsins, gerði grein fyrir vinnu hópsins á 4. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar.



Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkaði formanni hópsins fyrir greinargóða yfirferð yfir vinnu starfshópsins. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lýsti yfir áhuga nefndarinnar á að halda áfram vinnu starfshópsins.



Bæjarráð lagði, á 27. fundi sínum, til við bæjarstjórn að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd frekari vinnu í samræmi við vinnu starfshópsins.
Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og nátturuverndarnefnd að halda áfram vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.

22.Berserkjahraun - Umsókn um byggingaleyfi - Skipulagsmál

Málsnúmer 2411026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarheimild fyrir frístundahús á landi Berserkjahrauns; á einni hæð með kjallara að hluta, úr steinsteypu, einangrað að innan, gólfhiti og þak úr timbri. alls 290,5 m2



Á 39. fundi sínum vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.



Bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti á 20. fundi sínum afgreiðslu 17. fundar bæjarráðs þar sem ráðið taldi að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi. Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlegri bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.



Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa fjögur stök íbúðarhús á jörðum eða jarðarspildum sem er 10 ha eða stærri og þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum. Fjöldi þegar byggða íbúðarhúsa eða frístundahúsa dragast frá heimildinni.



Skipulagsnefnd taldi, á 25. fundi sínum, þegar litið er á málið heilstætt, að nefndin hafi ekki forsendur til þess að leggjast gegn byggingarleyfinu á grundvelli ákvæða aðalskipulags. Áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins óskaði skipulagsnefnd eftir umsögnum um áformin frá Minjastofnun og Umhverfisstofnun.



Skipulagsnefnd benti á, ef fyrirhugað er að fara í nýja veglagningu og teningu við tengiveginn, að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þurfa fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áður en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og óskaði jafnframt eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Jafnframt vísaði bæjarráð erindinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.

23.Jónsnes - Umsókn um byggingarheimild - Skipulagsmál

Málsnúmer 2411009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jónsnes ehf. fyrir fuglaskoðunarhúsi úr timbri á steyptri plötu. Samhliða er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir veg að húsinu.



Á 39. fundi sínum vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulagsnefndar.



Bæjarstjórn Stykkishólms staðfesti á 20. fundi sínum afgreiðslu 17. fundar bæjarráðs þar sem ráðið taldi að mismunandi túlkun nefnda sveitarfélagsins á gr. 4.1 í aðalskipulagi Helgafellssveitar 2014-2024 gefi tilefni til að skerpa á texta greinarinnar, m.a þegar horft er til hvenær skuli deiliskipuleggja, á þeim svæðum þar sem er fyrirhuguð uppbygging. Á þetta við lögbýli og allt það land sem hefur verið stofnað úr þeim, gildir þá einu hvaða landnotkunarflokki það tilheyrir samkvæmt skilgreiningu 6. kafla skipulagsreglugerðar 90/2013. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að vinna minniháttar breytingu á greininni en lagði áherslu á að þær byggingarheimildir sem eru nú þegar í gildandi aðalskipulagi Helgafellssveitar verði óbreyttar þar til að nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, sem samþykkt hefur verið að hefja vinnu við, tekur gildi. Þar til umrædd aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi verða umsóknir um byggingarheimildir í dreifbýli metnar heilstætt hverju sinni þar sem sérstaklega verði hugað að hugsanlega bótaábyrgð sveitarfélagsins vegna málsmeðferðar sveitarfélagsins.



Samkvæmt Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 er á landbúnaðarsvæðum heimilt án þess að aðalskipulagi sé breytt að reisa fjögur stök íbúðarhús á jörðum eða jarðarspildum sem er 10 ha eða stærri og þrjú frístundahús á jörðum eða jarðaspildum. Fjöldi þegar byggða íbúðarhúsa eða frístundahúsa dragast frá heimildinni.



Skipulagsnefnd taldi, á 25. fundi sínum, þegar litið er á málið heilstætt, að nefndin hafi ekki forsendur til þess að leggjast gegn byggingarheimildinni á grundvelli ákvæða aðalskipulags. Skipulagsnefnd lagði áherslu á að húsið verði staðsett 50 m. frá sjó og að yfirlitsmynd sé í réttum kvarða. Áður en endanleg afstaða er tekin til erindisins óskaði skipulagsnefnd eftir umsögnum um áformin frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.



Skipulagsnefnd benti á að samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi, skal sá sem óskar eftir framkvæmdaleyfi senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins ásamt nauðsynlegum gögnum um fyrirhugaða framkvæmd. Í 7. gr. sömu reglugerðar er tiltekið hvaða gögn þurfi að liggja fyrir, þ.m.t. afstöðumynd hnitsett í mælikvarða 1:2.000 - 1:500 eða í öðrum læsilegum mælikvarða sem sýnir fyrirhugaða framkvæmd og afstöðu hennar gagnvart aðliggjandi byggð og að landi, hönnunargögn sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftir, lýsingu á framkvæmd og hvernig hún fellur að gildandi skipulagsáætlunum og staðháttum, áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar ásamt þeim gögnum sem stofnunin byggði niðurstöðu sína á. Á grunni framangreinds óskaði skipulagsnefnd eftir þeim gögnum sem liggja þarf fyrir samkvæmt 7. gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi og í framhaldinu verði óskað umsagnar Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar á fyrirhuguðum áformum áðurn en endanleg afstaða nefndarinnar liggur fyrir.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði jafnframt erindinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs.

24.Birkilundur - Breyting á aðalskipulagi 2024

Málsnúmer 2309024Vakta málsnúmer

Þann 14. ágúst 2024 samþykkti sveitarfélagið að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.



Birkilundur er nú þegar að hluta til byggt frístunda- og íbúðarhúsum. Svæðið er samtals 55,4 ha og tekur aðalskipulagsbreytingin til 9,4 ha. Með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í 2,8 ha verslunar- og þjónustusvæði fyrir rekstrarleyfisskyld útleiguhús og svæði fyrir íbúðarbyggð er stækkað um 6,6 ha og landbúnaðarsvæði og frístundabyggð minnkað sem því nemur.



Í deiliskipulaginu eru settir fram skilmálar fyrir 16,2 ha íbúðarbyggð með 16 lóðum, 36,4 ha frístundabyggð með 39 lóðum og 2,8 ha verslunar- og þjónustusvæði fyrir 15 rekstrarleyfisskyld útleiguhús.



Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda, ásamt tillögu að svörum, sem bárust við tillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og tillögu nýs deiliskipulags fyrir íbúðar- og frístundasvæði í Birkilund í landi Saura, sem kynntar voru dagana 2. október til 13. nóvember 2024.



Skipulagsnefnd taldi, á 25. fundi sínum, að athugasemdir gefi ekki tilefni til þess að breyta þurfi skipulagsuppdráttum.



Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að bæjarstjóri verði falið að senda svör til þeirra sem athugasemdir gerðu og senda tillöguna til skipulagsstofnunar.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og fól bæjarstjóra að ganga frá svörum í samráði við skipulagshönnuði. Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs eru lögð fyrir bæjarstjórn fram tillögur að viðbrögðum sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingatillögu á aðalskipulagi Helgavellssveitar 2012-2024 fyrir Birkilund í Helgafellssveit, ásamt fyrirliggjandi viðbrögðum við athugsemdum, og felur bæjarstjóra að senda tillögu til Skipulagsstofnunar til endanlegrar staðfestingar og auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda, sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

25.Birkilundur - Nýtt deiliskipulag 2024

Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer

Þann 14. ágúst 2024 samþykkti sveitarfélagið að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.



Birkilundur er nú þegar að hluta til byggt frístunda- og íbúðarhúsum. Svæðið er samtals 55,4 ha og tekur aðalskipulagsbreytingin til 9,4 ha. Með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í 2,8 ha verslunar- og þjónustusvæði fyrir rekstrarleyfisskyld útleiguhús og svæði fyrir íbúðarbyggð er stækkað um 6,6 ha og landbúnaðarsvæði og frístundabyggð minnkað sem því nemur.



Í deiliskipulaginu eru settir fram skilmálar fyrir 16,2 ha íbúðarbyggð með 16 lóðum, 36,4 ha frístundabyggð með 39 lóðum og 2,8 ha verslunar- og þjónustusvæði fyrir 15 rekstrarleyfisskyld útleiguhús.



Lögð er fram samantekt umsagna og athugasemda, ásamt tillögu að svörum, sem bárust við tillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar og tillögu nýs deiliskipulags fyrir íbúðar- og frístundasvæði í Birkilund í landi Saura, sem kynntar voru dagana 2. október til 13. nóvember 2024.



Skipulagsnefnd taldi, á 25. fundi sínum, að athugasemdir gefi ekki tilefni til þess að breyta þurfi skipulagsuppdráttum.



Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að bæjarstjóra verði falið senda svör til þeirra sem athugasemdir gerðu, senda tillöguna til yfirferðar skipulagsstofnunnar og að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda eftir yfirferð skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Bæjarráð staðfesti, á 27. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar og fól bæjarstjóra að ganga frá svörum í samráði við skipulagshönnuði. Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs eru lögð fyrir bæjarstjórn fram tillögur að viðbrögðum sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi, með áorðnum breytingum, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt fyrirliggjandi viðbrögðum við athugasemdum, og felur bæjarstjóra að senda svör til þeirra sem athugasemdir gerðu, senda tillöguna til yfirferðar skipulagsstofnunnar og í framhaldinu að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda eftir yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að lokinni birtingu breytinga á aðalskipulagi í B-deild stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 17:46.

Getum við bætt efni síðunnar?