Fara í efni

Bæjarráð

639. fundur 07. apríl 2022 kl. 16:15 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Lárus Ástmar Hannesson áheyrnarfulltrúi
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 11

Málsnúmer 2204001FVakta málsnúmer

Lögð frma fundargerð 11. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Fundargerð framlögð til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 192

Málsnúmer 2203007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 192. fundar skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð framlögð til kynningar.

3.Umsókn um lóð - Fákaborg 13

Málsnúmer 2203034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Særúnar Sigurðardótturum lóðina Fákaborg 13.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Særúnu Sigurðardóttur lóðina Fákaborg 13.
Fylgiskjöl:

4.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 908. fundar sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf.

Málsnúmer 1906039Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn var 16. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Færsla hjúkrunarheimilis og staða framkvæmda við HVE Stykkishólmi

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 22. fundar stýrihóps vegna framkvæmda á HVE í Stykkishólmi.
Fundargerð framlögð til kynningar.

7.Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 202

Málsnúmer 2203028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022. Bréfið upplýsir sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2022
Lagt fram til kynningar.

8.Endurskipulagning sýslumannsembætta

Málsnúmer 2203030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá dómsmálaráðuneytinu varðandi endurskipulagningu á sýslumannsembættum.
Lagt fram til kynningar.

9.Skýrsla um Svæðisgarðinn Snæfellsnes

Málsnúmer 2204002Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um Svæðisgarðinn Snæfellsnes þar sem farið er yfir stofnun Svæðisgarðsins, uppbygingu og þróun, verkefni og strafsemi og áhersluverkefni 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Sameining Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf kjörstjórnar Stykkishólmsbæjar þar sem fram koma niðurstöður sameiningakosninga.
Lagt fram til kynningar.

Niðurstöður: Stykkishólmsbæ

Á kjörskrá 737

Á kjörstað kusu 191 karlar 187 konur 378 samtals
Utankjörfunaratkvæði 45 karlar 37 konur 82 samtals
Alls kusu 236 karlar 224 konur 460 samtals

Atkvæði skiptust þannig
Já sögðu 422 eða 92%
Nei sögðu 34 eða 7&
Auðir seðlar 4 eða 1%

11.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til afgreiðslu Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2021-2025. Skipulags- og byggingarnefnd fagnaði á 258. fundi sínum, því að Umferðaröryggisáætlun liggi fyrir og geti farið að þjóna hlutverki sínu sem leiðbeinandi stoðgagn í ýmsum verkefnum á vegum bæjarins. Nefndin samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti.

Bæjarráð frestarði á síðasta fundi afgreiðslu áætlunarinnar þar til öll viðbrögð frá samráðshópi liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
Berglind Skólastjóri kom inn á fundinn.

12.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2022-2023

Málsnúmer 2203035Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2022-2023
Bæjarráð samþykkir að kennslukvóti við Grunnskólann skólaárið 2022-2023 verði 462 kennslustundir.

13.17. júní 2022

Málsnúmer 2203008Vakta málsnúmer

Lagðar fram tilnefningar aðila í Þjóðhátíðarnefnd 2022
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir verði kosnir í Þjóðhátíðarnefnd 2022:

Símon Hjaltalín, formaður
Anna Lind Særúnardóttir
Bjarne Ómar Nielssen
Halldóra Margrét Pálsdóttir
Sindri Þór Guðmundsson
Gísli Pálsson
Heiða María Elfarsdóttir
Þóra Sonja Helgadóttir
Þóra Margrét Birgisdóttir
Guðmundur Karl Magnússon
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir
Janusz Łukasik
Rebekka Sóley Hjaltalín
Kristjón Daðason

14.Ósk um húsnæði undir atvinnustarfsemi

Málsnúmer 2204001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gretu Maríu Árnadóttur og Hrafnhildi H. Karlsdóttur sem, fyrir hönd sjálfsætt starfandi aðila í Stykkishólmi, óska eftir aðstoð við að finna húsnæði undir atvinnustarfsemi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort húsnæði í eigu bæjarins gæti nýst til skapandi starfa í listum og menningu til leigu.

15.Húsa- og byggðakönnun Stykkishólmi

Málsnúmer 2203029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá forstöðumanni Minjastofnunar Íslands sem greinir frá ákörðun um styrkúthlutun úr húsafriðunarsjóði 2022. Ákveðið hefur verið að veita styrk að upphæð kr. 1.600.000,- til húsa- og byggðakönnunar í Stykkishólmi. Einnig er lagður fram samningur um styk úr húsafriðunarsjóði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa verkefnið og koma í framkvæmd.

16.Súgandiseyjarviti - Endurgerð ljóshúss

Málsnúmer 2203027Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá forstöðumanni Minjastofnunar Íslands sem greinir frá ákörðun um styrkúthlutun úr húsafriðunarsjóði 2022. Ákveðið hefur verið að veita styrk að upphæð kr. 2.000.000,- til endurgerðar ljóshúss Súgandiseyjarvita. Einnig er lagður fram samningur um styk úr húsafriðunarsjóði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa verkefnið í samráði við byggingafulltrúa og visa til viðauka.

17.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis. Fyrir síðasta fund bæjarstjórnar lá fyrir tillaga um að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Samþykkt var að vísa málinu til næsta bæjarráðsfundar og veita bæjarráði umboð til fullnæðarafgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

Samþykkt með tveimur atkævæðum Hrafnhildar Hallvarsdóttur og Steinunnar Magnúsdóttur H-lista. Fulltrúi O-lista, Haukur Garðarsson, situr hjá.


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Vegna tillögu O-lista um vistvottun hverfisins vilja undirritaðar benda á að með fyrirliggjandi breytingu á skipulaginu er verið að horfa til viðmiða hvað varðar vistvæna hönnun á fjölskylduvænu umhverfi. Með breytingum á skipulaginu er almenn vellíðan og lýðheilsa íbúa sett í forgang. Það liggur fyrir að samkvæmt skipulaginu er stutt í náttúru og gott aðgengi með góðu stígakerfi, barnvæn leiksvæði á svæðinu, hugað að öryggi gangandi og akandi, hugað að því að rými séu sólrík og skjólsæl, tryggt framboð af fjölbreyttu húsnæði fyrir alla aldurshópa, hugað að hleðslu rafbíla o.s.frv. Þá verða göturnar hannaðar og lögð alúð í yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu. Samkvæmt framangreindu er tekið mið af þeim markmiðum sem vistvæn hönnun gerir ráð fyrir. Til nánari útskýringa bendum við á skýringahefti sem fylgir deiliskipulagsbreytingunni þar sem farið er nánar yfir markmið og stefnu sem eru grundvöllur deiliskipulagsbreytingarinnar. Við erum hins vegar nú sem áður tilbúnar til að gera breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir sem kunna að berast í auglýsingarfresti en leggjum áherslu á að íþyngja ekki íbúum og byggingaraðilum hvað varaðar kröfur og kostnað varðandi uppbyggingu á svæðinu.


Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir

18.Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2107012Vakta málsnúmer

Lagt fram skilabréf starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi ásamt lokaskýrslu.

Á síðasta fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til umræðu á næsta fundi.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti Stykkishólmsbæ, á 11. fundi sínum, til að fylgja fast eftir þeim 20 tillögum sem er að finna í lokaskýrslu starfshóps um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra kynna tillögur og vinna áfram að málinu.
Berglind Axelsdóttir skólastjóri Grunnskólans kom inn á fundinn.

19.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði. Var það mat húsnæðisnefndar að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður. Bæjarráð óskaði, á 633. fundi sínum, eftir kynningu frá Grunnskólanum varðandi húsnæðismálin.

Að beiðni Lárusar Ástmars Hannessonar, bæjarfulltrúa, var málið tekið til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð vísar þá málinu til frekari vinnu í bæjarráði og óskaði eftir fulltrúum frá Grunnskólanum og gera grein fyrir húsnæðisþörf Grunnskólans.
Bæjarráð þakkar Berglindi skólastjóra fyrir kynninguna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við skólastjóra Grunnskólans.
Berglind vék af fundi.

20.Styrkumsóknir 2022

Málsnúmer 2111009Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 25. febrúar til 21. mars sl. Alls bárust 2 umsóknir sem lagðar eru fram til úthlutunar.

Á síðasta fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til næsta fundar.
Bæjarrráð samþykkir að styrka Félag atvinnulífs í Stykkishólmi um 400.000 kr. og Norska húsið um 150.000 vegan 190 ára afmælis Norska hússins.
Gyða Steinsdóttir frá KPMG endurskoðun kom inn á fundinn.

21.Ársreikningur Stykkishólmsbæjar - fyrri umræða

Málsnúmer 2204003Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Stykkishólmsbæjar til fyrri umræðu.
Gyða Steinsdóttir frá KPMG endurskoðun kom inn á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningi Stykkishólmsbæjar fyrir 2021 og svaraði spurningum. Bæjarráð samykkir að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gyða vék af fundi.

22.Lóðaframboð í Stykkishólmi

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Með tilkomu nýs skipulags austan Aðalgötu bætast við lóðir til úthlutunar í Stykkishólmi. Á nýju skipulagi svæðisins eru m.a. fjórir byggingarreitir ætlaðir íbúðahúsnæði og einn byggingarreitur á þjónustu- og verslunarsvæði.

Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að undirbúa gerð nýrra lóðaleigusamninga við lóðarhafa aðliggjandi lóða og lóðablauð sem þurfa þykir..
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

23.Endurskoðun forvarnarstefnu Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1812022Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð forvarnarstefna Stykkishólmbæjar.
Bæjarráð samþykkir forvarnarstefnu Stykkishólms og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

24.Fundargerðir Starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumörkun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinna og vísar skýrslunni til bæjarstjórnar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?