Fara í efni

Bæjarstjórn

25. fundur 15. maí 2024 kl. 17:00 - 17:54 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Forseti
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) aðalmaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
  • Jón Sindri Emilsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Dreifbýlisráð - 3

Málsnúmer 2404007FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 3. fundar dreifbýlisráðs.
Lagt fram til kynningar.

2.Bæjarráð - 22

Málsnúmer 2405000FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 22. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 947. fundar stjórnar sambandsins frá 19. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Erindi frá HSH

Málsnúmer 2405000Vakta málsnúmer

Lagt fram þakkarerindi frá HSH til Sveitarfélagsins Stykkishólms.
Bæjarstjórn þakkar fyrir hlýjar kveðjur og samstarfið á liðnu ári. Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til ályktunar bæjarstjórnar frá 21. fundi bæjarstjórnar þann 25. janúar 2024 varðandi sérstakar þakkir í tengslum við Landsmót UMFÍ 50 sem haldið var á árinu 2023 í Stykkishólmi.

5.Tengivegaáætlun

Málsnúmer 2405001Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt tengivegaáætlun Vegagerðarinnar fyrir árin 2024-2028.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku)

Málsnúmer 2404050Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku).
Lagt fram til kynningar.

7.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi

Málsnúmer 2404049Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum. Málið var lagt fyrir á 6. fundi hafnarstjórnar.



Bæjarráð lagði. á 22. fundi sínum, áherslu á að settar verði upp þrjár greiðsluvélar á svæðinu, að lágmarki 2, og að gjaldtaka með myndavélum gæti hafist á næsta ári á svæði P3. Bæjarráð fól bæjarstjóra umboð til samningagerðar og eftir atvikum að leggja til við bæjarstjórn reglur og samþykkt um innheimtuna.



Lögð eru fram drög að gjaldskrá og reglum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og vísar gjaldskrá og reglum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

9.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu

Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer

Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði bæjarstjóri grein fyrir fundi sínum og formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar með stjórnarformanni Sjávarorku ehf. ásamt fulltrúum Orkusölunnar og Landsvirkjunar þar sem rædd var aðkoma Sjávarorku, Landsvirkjunar og Orkusölunnar að tilraun í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn til að fylgja eftir vilyrði um að tilraun verði gerði í nágrenni Stykkishólms við að beisla sjávarorku til raforkuframleiðslu.



Lögð er fram skýrsla starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, frá apríl 2024, um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Í skýrslunni er að finna um 50 tillögur um leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar, meðal annars tillögur sem snúa að nýtingu sjávarorku. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að huga að undirbúningi hérlendis fyrir nýtingu hennar þar sem miklir náttúrulegir möguleikar á beislun sjávarorku eru til staðar á Íslandi og að stefna ætti á það að árið 2040 ætti árleg orkuframleiðsla með sjávarorku við Ísland að vera allt að 200 GWst.



Bæjarráð fagnaði, á 22. fundi sínum, frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og niðurstöðum starfshópsins.



Í samræmi við niðurstöðu starfshópsins leggur bæjarráð þunga áherslu á að Orkustofnun hefjist nú þegar handa við vinnu við greinargerðar á nýtingu sjávarorku og á sama tíma að ráðuneytið hefji undirbúningi fyrir hugsanlega nýtingu hennar.



Bæjarráð hvatti á sama tíma Sjávarorku ehf. í samvinnu við Orkusöluna og Landsvirkjun að taka þátt í verkefnum sem þau telja að geti skilað árangri varðandi rannsóknir og þróun á nýtingu sjávarorku hérlendis í samræmi við skýrslu starfshópsins og lýsti yfir vilja og áhuga sveitarfélagsins til að taka þátt í því verkefni.
Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs.

10.Gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2104011Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms fyrir árin 2024-2025.



Bæjarráð samþykkti, á 22. fundi sínum, gjaldskrá tónlistarskóla fyrir skólaárið 2024-2025 og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms skólaárið 2024-2025.

11.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027

Málsnúmer 2405002Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarráð samþykkti, á 22. fundi sínum, Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við Fjárhagsáætlun 2024-2027. Samþykkt með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista. Bæjarfulltrúar Í-listi sitja hjá.

Til máls tóku: HH

Bókun bæjarfulltrúa Í-lista
Undirrituð eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðaukinn byggir á. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Erla Friðriksdóttir

12.Starf bæjarritara - auglýsing

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að auglýsingu fjármála- og skrifstofustjóra sveitarfélagsins ásamt starfslýsingu og ráðningaferil.



Bæjarstjóra var, á 22. fundi bæjarráðs, falið að annast undirbúning ráðningar í samræmi við framlagða áætlun og gera tillögu að ráðningu til bæjarstjórnar og halda aðalmönnum í bæjarráði upplýstum í ferlinu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með þeim breytingum á ráðningaferlinu sem felast í aðkomu aðalmanna bæjarráðs og er Attentus falið að uppfæra ráðningaferli til samræmis við bókun bæjarráðs.
Ragnar Ingi vÉk af fundi.

13.Starf skólastjóra - Tillaga

Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer

Á 22. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að staða skólastjóra verði auglýst og sama fyrirkomulag verði viðhaft og síðast varðandi ráðningaferli. Starfið var auglýst frá 15. mars til 3. apríl 2024. Bárust tvær umsóknir um stöðu skólastjóra. Bæjarráð samþykkti á 21. fundi sínum tillögu að uppfærðri nálgun á ráðningaferli skólastjóra með það að markmiði að tryggja faglegt, sanngjarnt, gagnsætt og skipulagt ráðningarferli gagnvart báðum umsækjendum í samræmi við minnisblað frá Attentus.



Ráðgjafar Attentus komu til fundar við bæjarráð/hæfninefnd til að gera grein fyrir niðurstöðu sinni á 22. fundi bæjarráðs. Málinu var þá vísað til bæjarstjórnar í samræmi við ráðningarferli.



Lögð fram tillaga bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um ráðningu skólastjóra.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar um að Þóra Margrét Birgisdóttir verði ráðin skólastjóri samrekins grunn- og tónlistarskóla í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi heildarmat á hæfni umsækjenda.
Ragnar Ingi kom aftur inn á fundinn.

14.Ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms 2023

Málsnúmer 2404042Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023 ásamt endurskoðunarskýrslu. Bæjarstjórn samþykkti, á 24. fundi sínum, að vísa ársreikningi Sveitarfélagsins Stykkishólms 2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.



Bæjarráð samþykkti, á 22. fundi sínum, að vísa ársreikningi til síðar umræðu í bæjarstjórn.
Lagður fram til síðari umræðu ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms og stofnana hans fyrir árið 2023. Ársreikningur Sveitarfélagsins Stykkishólms er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnarmála um reikningsskil sveitarfélaga.

---

Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu atriði ársreiknings Sveitarfélagsins Stykkishólms fyrir árið 2023:

Rekstrartekjur samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta námu 2.429 millj. kr. á árinu en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.196 millj. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 283 millj. kr. og rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 179 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var hins vegar neikvæð um 40 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 63 millj. kr. Skýrist það einna helst af tveimur frávíkum frá áætlun, annars vegar í fræðslumálum og hins vegar vegna viðbótarframlags í Brúar lífeyrissjóðs. Rekstrartekjur A og B hluta jukust um 7% milli ára. Rekstrargjöld jukust um 6% milli ára og eru 8% hærri en áætlun með viðaukum hafði gert ráð fyrir.

Veltufé frá rekstri nam á árinu 2023 307 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. árið áður. Handbært fé í árslok nam 98 millj. kr. og lækkaði um 37 millj. kr. á árinu.

Fjárfestingahreyfingar A og B hluta á árinu 2023 námu 293 millj. kr. Lántökur á árinu námu 160 millj. kr. og afborganir langtímalána voru 219 millj. kr. Skuldaviðmið A og B hluta Sveitarfélagsins Stykkishólmur í árslok 2023 var 104% en rekstrarjöfnuður A og B hluta síðastliðinna þriggja ára er neikvæður um 184 millj. kr.

Fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins gera ráð fyrir því að rekstrarjöfnuður nái jafnvægi í árslok 2025.

Í október 2023 ákvarðaði stjórn Brúar lífeyrissjóðs að viðbótarframlag yrði innheimt hjá launagreiðendum frá og með janúar 2024 vegna tiltekins hóps lífeyrisþega sem væri með tryggð réttindi hjá sjóðnum. Við þessa ákvörðun myndaðist skuldbinding sveitarfélagsins gagnvart þessum hópi lífeyrisþega hjá A deild Brúar lífeyrissjóðs. Nam skuldbindingin 46,9 millj. kr. og er hún gjaldfærð í rekstrarreikningi.

Áherslur bæjarstjórnar á árinu 2023 og á yfirstandandi ári er að skapa áfram eftirsóknarvert umhverfi fyrir fólk og fyrirtæki, standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins, sérstaklega um hag barna og fjölskyldna þeirra og eldra fólks, og sækja af ábyrgð fram með samfélagslega mikilvægum fjárfestingum innviða sem komi til með að skapa svigrúm til eflingar samfélagsins á svæðinu á sama tíma og stefnt er að því að tryggja að skuldaviðmið og skuldahlutföll séu að lækka markvisst á tímabilinu. Þessar áherslur og markmið bæjarstjórnar endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi og samþykktum áætlunum, en það er alltaf áskorun frá degi til dags að tryggja að þessi markmið nái fram að ganga.

Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins þurfa að vera og eru vakandi fyrir ákveðnum þáttum í rekstri sem endurspeglast í þessum ársreikningi. Áfram þarf að leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórnun þar sem gætt er aðhalds og ábyrgðar í rekstri sveitarfélagsins á sama tíma og þjónusta við íbúa verði eins og best verður á kosið. Það þarf að huga að því og vinna markvisst að því að ná enn meira upp veltufé frá rekstri, sem þarf að standa undir afborgunum skulda og skuldbindinga líkt og endurspeglast í fyrirliggjandi ársreikningi, þannig að rekstur geti áfram staðið undir greiðslu skulda og nauðsynlegum fjárfestingum.

Helstu fjárfestingar 2023:
Fráveituframkvæmdir í Maðkavík 56 milljónir
Framkvæmdir við búseturéttaríbúðir 11,2 milljónir
Frágangur á lóð við Leikskóla 10,7 milljónir
Byrjun á endurbótum á Höfðaborg 12,2 milljónir
Gatnagerð,stíga og gangstéttir 48,2 milljónir
Framkvæmdir við Íþróttavöll 13,5 milljónir
Súgandisey framkvæmdir við handrið og stíg 7 milljónir
Grendargámar vegna sorpflokkunnar 5,5 milljónir.

Bæjarstjóri vísar að öðru leyti til ítarlegrar yfirferðar við fyrri umræðu ársreiknings, en ársreikningur hefur ekki tekið breytingum milli umræðna.

---

Ársreikningur 2023 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms hefur á fundi sínum í dag 15. maí 2024 afgreitt ársreikning fyrir aðalsjóð og B-hluta fyrirtæki bæjarins vegna ársins 2023 að loknum tveimur umræðum í bæjarstjórn og umfjöllun í bæjarráði. Löggiltur endurskoðandi bæjarins hefur kynnt athugun sína á fjárreiðum bæjarins og sett fram ábendingar og lagt mat á reikninginn í endurskoðunarskýrslu sem liggur fyrir sem fylgiskjal með ársreikningnum. Um einstaka liði í ársreikningi er vísað til skýrslu endurskoðanda og skýringar við ársreikninginn sem verður birtur á heimasíðu bæjarins.

Samþykktur með fjórum atkvæðum, Í-listi sat hjá.

Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri árituðu síðan ársreikninginn.

Til máls tóku:HH,JBSJ,SIM og RMR


Bókun bæjarfulltrúa Í-lista
Niðurstöður ársreiknings Sveitarfélagsins Stykkishólms koma ekki á óvart miðað við hvernig H-listinn hefur haldið á fjármálum sveitarfélagsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á tímum covid og eldri skulda sem fulltrúar H-ista þreytast seint á að benda á, sem ástæður slakrar fjárhagstöðu sveitarfélagsins, hafa þau hin sömu lítið tillit tekið til þess í rekstri á síðasta ári og ekki sýnt mikla viðleitni til að rétta af fjárhag sveitarfélagsins. Vextir og verðbætur s.l. tveggja ára voru 480 millj. kr. Þrátt fyrir háa skuldastöðu og tilheyrandi vaxtakostnaðar hafa fulltrúar H-listans lítið leitast við að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. Þá vekur athygli að mikill munur er á áætlun og endanlegri niðurstöðu. Í viðauka sem samþykktur var þann 30. nóvember á síðasta ári, mánuði fyrir lok fjárhagsársins, voru laun vanáætluð um 130 millj. kr. Neikvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta upp á um 40 millj. kr. sem upphaflega var áætluð jákvæð upp á 115 millj. kr. eru vonbrigði en vissulega heldur betri en 73 millj. kr. tap á árinu á unda. Rekstrarniðurstaðan er því um 155 millj. kr. frá upphaflegri áætlun. Hafa ber í huga að 135 millj. kr. framlag frá jöfnunarsjóði á árinu vegna sameiningar sveitarfélaganna er framlag sem ekki verður til frambúðar en lagar stöðuna til muna á árinu. Ef það hefði ekki komið til má gera ráð fyrir að tap á rekstri sveitarfélagsins hefði verið um 175 millj. kr. Þá ber að nefna að það er ánægjulegt að veltufé frá rekstri nam 307 millj. kr. og er hærra en afborgun skulda sem námu 219 millj. kr. en veltufé frá rekstri skýrist að hluta af um 100 millj. kr. auka framlagi frjá jöfnunarsjóði sem kom ekki fram í viðaukanum í nóvember. Undirrituð vísa í fyrri bókanir vegna fjármála sveitarfélagsins og telja enn að standa verði betur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir sveitarfélagið. Að öðru leyti er vísað til yfirferðar fulltrúa Íbúalistans á bæjarstjórnarfundi. Að lokum vilja undirrituð koma fram þökkum til starfsfólks, bæjarfulltrúa og endurskoðenda sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag við gerð ársreiknings.

Íbúalistinn Ragnar Már Ragnarsson Heiðrún Höskuldsdóttir Erla Friðriksdóttir


Bókun bæjarfulltrúa H-lista:
Bæjarfulltrúar H-listans fagna fyrirliggjandi niðurstöðu ársreiknings sem sýnir fram á rekstrarlegt sjálfbærni sveitarfélagsins og aukinn fjárhagslegan styrk þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi og mikla verðbólgu sem litar niðurstöðu ársins.
Ársreikningurinn sýnir fram á stöðugleika í rekstri og sterka fjárhagslega stöðu til skemmri og lengri tíma.

Bæjarfulltrúar lýsa sérstakri ánægju yfir því hversu markvisst veltufé frá rekstri, sem er það fjármagn sem er til ráðstöfunar til afborgunar skulda og til fjárfestinga eftir að búið er að greiða allan rekstrarkostnað, hefur hækkað á síðustu árum.

Samkvæmt ársreikningi 2023 er skuldaviðmið sveitarfélagsins einungis um 104% en það má hæst vera 150% samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Það er ánægjulegt að þessi mikilvægi mælikvarði um fjárhagslegt heilbrigði sveitarfélaga hafi lækkað markvisst á síðustu árum og hraðar en væntingar stóðu til.
Þetta sýnir svart á hvítu að við búum við ábyrga fjármálastjórn og erum að ná þeim árangri í rekstri og þeim markmiðum sem við höfum sett okkur til lengri tíma í rekstri sveitarfélagsins.

Árið 2023 var gott ár og árið 2024 fer vel af stað. Það er ljóst að það hefur margt áunnist á síðustu árum og enn fleiri verkefni og áskoranir framundan sem gaman verður að takast á við. Áfram þarf hins vegar að sýna útsjónarsemi við að ná fram hagræðingu í rekstri og taka mið af langtíma markmiðum í fjárfestingum og fjármögnun þeirra.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Steinunn Magnúsdóttir

15.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Fundi slitið - kl. 17:54.

Getum við bætt efni síðunnar?