Fara í efni

Bæjarstjórn

26. fundur 27. júní 2024 kl. 17:00 - 17:43 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Þórhildur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Ingi Sigurðsson 1. varaforseti
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
  • Haukur Garðarsson (HG) aðalmaður
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (HHÖ) aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 23

Málsnúmer 2406003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 22

Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 14

Málsnúmer 2405003FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 35

Málsnúmer 2406000FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Bæjarstjórn unga fólksins - 1

Málsnúmer 2405001FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 1. fundar bæjarstjórnar unga fólksins sem fór fram 8. maí 2024. Bæjarstjórn unga fólksins er skipuð ungmennum úr ungmennaráði sem sjá um fundarstjórn og undirbúning fundar. Á fundum bæjarstjórnar unga fólksins kynna fulltrúar unga fólksins áherslumál og bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum.



Á fundinum var bæjarstjórn meðal annars hvött til að leggja áherslu á að tryggja félagsmiðstöðinni betra húsnæði fyrir sína starfsemi. Lagar voru fram tillögur að bættri og aukinni götulýsingu og bæjarstjón hvött til að skoða möguleika á tvískiptum sorptunnum á ljósastaura og gefa þannig gangandi vegfarendum kost á að flokka sorp. Þá voru málefni Fjölbrautaskóla Snæfellinga tekin til umræðu og farið yfir niðurstöður úr lýðræðisþingi Grunskólans í Stykkishólmi sem fram fór 15. apríl síðastliðinn. Fulltrúar bæjarstjórnar unga fólksins kölluðu meðal annars eftir aukinni verklegri kennslu í grunnskóla og hvöttu bæjarstjón til að taka mötuneytismál í skólanum til athugunar, með tilliti til gæða máltíða og fyrirkomulags.



Lagt er til að bæjarstjórn taki jákvætt í fyrirliggjandi tillögur og að þeim verði vísað til frekari úrvinnslu hjá bæjarráði sveitarfélagsins og öðrum viðeigandi fastanefndum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

6.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 180. og 181. fundar stjórnar SSV.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Jeratúns ehf.

Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar Jeratúns ehf. sem fram fór þann 13. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur - Sjávarorka ehf.

Málsnúmer 2406018Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar Sjávarorku ehf. sem fram fór 30. apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 948. fundar stjórnar sambandsins frá 31. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 113. fundar stjórnar félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 222. fundar Breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

12.Umsókn um lóð vegna uppbyggingar Brákar íbúðafélags hses.

Málsnúmer 2406021Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Búðinga ehf. á grundvelli samkomulags við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Brákar íbúðafélags hses. um I-lóð í Víkurhverfi. Jafnframt er lögð fram samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Stykkishólmi milli Brákar íbúðarfélags hses og Búðinga ehf, ásamt öðrum gögnum tengdri framangreindri umsókn því til staðfestingar.



Bæjarráð samþykkti á 23. fundi sínum að úthluta lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi gögn enda byggir umsóknin annars vegar á viljayfirlýsing sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fjölgun íbúða með áherslu á húsnæði með viðráðanlegan húsnæðiskostnað og hins vegar samkomulags sveitarfélagsins, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða, en hvort tveggja hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.



Vísaði bæjarráð jafnframt til þess að málið sé búið að vera í vinnslu hjá sveitarfélaginu, í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, síðustu 12 mánuði eða frá því að bæjarstjórn samþykkti þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu eftir að umsókn sveitarfélagsins um stofnframlag ríkisins til uppbyggingar í Stykkishólmi á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, f.h. Brákar íbúðarfélags hses., var samþykkt.



Bæjarráð vísaði úthlutuninni að lokum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir úthlutun bæjarráðs með vísan til fyrirliggjandi gagna og forsögu málsins.

Samþykkt með sex atkvæðum, en Ragnar Már situr hjá.

Til máls tóku: RIS,SIM,HG, JBSJ og RMR

13.Umsókn um lóð í Víkurhverfi (H-lóð)

Málsnúmer 2406022Vakta málsnúmer

Lögð fram lóðarumsókn R101 ehf. um H-lóð í samþykktu deiliskipulagi Víkurhverfis.



Bæjarráð samþykkti á 23. fundi sínum að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar, í samræmi við lóðarreglur sveitarfélagsins, áður en afstaða er tekin til umræddrar umsóknar. Á grunni framanritaðs fól bæjarráð bæjarstjóra að auglýsa lóðina lausa til úthlutunar.



Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

14.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambandsins

Málsnúmer 2403011Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Þá er einnig lagt fram viðbótarerindi frá Sambandinu þar sem áréttað er að samningsumboð Sambandsins nær ekki yfir yfirlýsingu sem þessa og því einungis um áskorun að ræða frá Sambandinu. Bæjarráði samþykkti á 20. fundi sínum þá ályktun að sveitarfélagið myndi leggja sitt að mörkum í samræmi við fyrirliggjandi gögn og vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði. Á 23. fundi bæjarstjórnar var afgreiðsla bæjarráðs staðfest.



Á 23. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðun á gjaldskrám sveitarfélagsins í grunnskóla og leikskóla til lækkunar þannig að hækkun á gjaldskrá verði 3,5% í stað þeirrar hækkunar sem ákveðin var síðasta haust til samræmis við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Lækkunin mun taka gildi frá og með 1. ágúst 2024.



Bæjarráð lagði jafnframt til við bæjarstjórn að teknar verði upp gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum frá og með haustönn 2024 gegn því að fyrir liggi útfærsla ríkisins á leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 eins og boðað hefur verið.



Bæjarráð vísar breytingum samkvæmt framangreindu til vinnu við næsta viðauka.



Bæjarráð bindur vonir við að sveitarfélagið hafi með þessu lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga til að kveða niður vexti og verðbólgu.



Fyrir bæjarstjórn eru lagðar uppfærðar gjaldskrár til samræmi við framangreint.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs um endurskoðaðar gjaldskrár sveitarfélagsins til samræmis við fyrirliggjandi gögn og tekur undir ályktun ráðsins.

15.Bílastæðasjóður Stykkishólms ásamt gjaldskrá

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lagðar fram til síðari umræðu samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms ásamt gjaldskrá. Þá er lögð fram staðfesting lögreglustjórans á Vesturlandi.
Bæjarstjórn samþykkir samþykkt um bílastæðasjóð Stykkishólms og gjaldskrá bílastæðasjóðs Stykkishólms.

Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarumboð til afgreiðslu endanlegs samnings við þjónustufyrirtæki vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku.

16.Ráðning fjármála- og skrifstofustjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms

Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer

Auglýsing um starf fjármála- og skrifstofustjóra hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi var birt þann 17. maí sl. á Alfred.is og rann umsóknarfrestur út þann 1. júní sl. Attentus- mannauður og ráðgjöf voru fengin til að aðstoða við ráðningarferlið. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Stykkishólms annaðist ráðningarferlið í umboði bæjarráðs, sbr. verklagsreglur bæjarstjórnar sveitarfélagsins við ráðningu starfsmanna sbr. 2. gr. reglnanna.



Á 23. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að málið verði unnið áfram með Attentus í samræmi við umræður á fundinum og þeim áherslum sem þar komu fram. Fyrir bæjarstjórn er lögð fram samantekt Attentus - mannauði og ráðgjöf ehf. ásamt tillögu fulltrúa í bæjarráði að afgreiðslu.
Lögð fram tillaga þar sem lagt er til að bæjarstjórn hætti við ráðningu í starf fjármála- og skrifstofustjóra, sem auglýst var laust til umsóknar á www.alfred.is þann 17. maí s.l., þar sem rétt þykir að endurmeta hæfniskröfur og þannig freista þess að stækka hóp umsækjenda um starfið, og að bæjarstjóra í samráði við aðalmenn í bæjarráði verði falið að endurmeta hæfniskröfur áður en starfið er auglýst að nýju laust til umsóknar. Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi áætlunar um ráðningu í starfið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði

Málsnúmer 2309009Vakta málsnúmer

Lögð fram endurnýjuð umsókn Andrésar Þórs Hinrikssonar um framkvæmdaleyfi fyrir vegi í landi Úlfarsfells í Álftafirði, ásamt uppdrætti, verklýsingu og samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, fyrir sitt leyti, að veita framkvæmdaleyfi fyrir veginum. Nefndin taldi að framkvæmdin muni ekki hafa grenndaráhrif og lagði áherslu á að vandað verði til verka við frágang hans þannig að hann falli sem best inn í umhverfið. Einnig mælir nefndin með að mótvægisaðgerðum verði beitt t.d. með því að gróðursetja staðbundnar trjátegundir s.s. birki í landi Úlfarsfells í stað þeirra sem brýn nauðsyn er að fjarlægja.



Bæjarráð staðfesti á 23. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar.



Lagt er til við bæjarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir veginum með vísan til afgreiðslu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

18.Aðalskipulagsbreytingar vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda.

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Lögð fram til afgreiðslu vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 22. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Á 23. fundi bæjarráð var lagður fram uppfærður uppdráttur til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru í skipulagsnefnd. Á fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæðis við Kallhamar og Hamraenda verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna athafnasvæðis við Kallhamar og Hamraenda verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga - Tillaga vinnuhóps um sameiningarmál

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá vinnuhóp um sameiningarmál á Snæfellsnesi og í Dalabyggð sem skipaður var einum kjörnum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi. Erindinu fylgir jafnframt minnisblað um tækifæri og helstu áskoranir fyrir sameiningu þessara sveitarfélaga, ásamt sameiginlegri tillögu vinnuhópsins um að hafnar verði óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.



Erindið var tekið fyrir á 23. fundi bæjarráðs sem lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu vinnuhópsins og að staðfesta þar með þátttöku sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum um sameiningu framangreindra sveitarfélaga í þem tilgangi að eiga samtal við íbúa og afla frekari upplýsinga til að meta þau tækifæri og skoða þær áskoranir sem yrðu við sameiningu þeirra.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins og staðfestir þar með þátttöku sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum um sameiningu framangreindra sveitarfélaga í þeim tilgangi að eiga samtal við íbúa og afla frekari upplýsinga til að meta þau tækifæri og skoða þær áskoranir sem yrðu við sameiningu þeirra.

Til máls tóku:RIS,JBSJ og RMR

20.Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg

Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna skel- og rækjubóta og stöðu þeirra mála sem tengjast tillögum sem settar eru fram í skýrslunni Auðlindin okkar-Sjálfbær sjávarútvegur og eru til meðferðar hjá matvælaráðuneytinu.



Lögð fram til staðfesting í bæjarstjórn eftirfarandi ályktun 23. fundar bæjarráðs:



Bæjarráð minnir á að bæjarstjórn Stykkishólms hafur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild. Bæjarráð vísar til fyrri ályktana bæjarstjórnar þess efnis, síðast á bæjarstjórnarfundi 15. desember 2023.



Bæjarráð vill taka fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafa sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafa talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bóta laust er um eignaupptöku að ræða. Í því sambandi ítrekar bæjarráð afstöðu sveitarfélagsins að verði skelbæturnar felldar niður mun það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82.85% skelbótanna. Mundi það valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt.



Bæjarráð hvetur matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur.
Bæjarstjórn staðfestir ályktun bæjarráðs og leggur þunga áherslu á mikilvægi málsins.

21.Miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2106022Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra, en sveitarfélagið sótti um framlag til uppbyggingar á Höfðaborg. Í tilkynningunni kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að veita styrk að fjárhæð um 17. millj. kr. til upppbyggingar á Höfðaborg til samræmis við umsókn sveitarfélagsins.



Bæjarráð fagnaði því á 23. fundi sínum að Framkvæmdasjóður aldraðra hafi samþykkt umsókn sveitarfélagsins um uppbygginu á fyrstu hæð á Höfðaborg, miðstöð öldrunarþjónustu í Stykkishólmi. Tók bæjarráð jafnframt fram að fyrirhuguð uppbygging, sem byggir á grunni stefnumörkunar sem mótuð var árið 2022, muni koma til með að efla til muna þjónustu eldra fólks í sveitarfélaginu.



Bæjarráð fól á fundi sínum byggingarfulltrú að hefja undirbúning að uppbyggingu á Höfðaborg í samræmi við fyrirliggjandi gögn.



Bæjarráð vísaði að öðru leyti málinu til vinnslu við viðauka 2024 og/eða til vinnu við fjárhagsáætlun 2025.



Er afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að verkefninu á Höfðaborg í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

22.Ungmennaráð

Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer

Ráðið er skipað sjö fulltrúum á aldrinum 14-24 ára og þremur til vara að fengnum tillögum frá nemendafélagi grunnskólans í Stykkishólmi, nemendafélagi Fjölbrautaskóla Snæfellinga, ungmennafélaginu Snæfelli og æskulýðs- og íþróttanefnd, sbr. erindisbréf ungmennaráðs.



Lagt er til að bæjarstjórn óski eftir tilnefningum í ungmennaráð þegar skólastarfsemi hefst í haust.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

23.Kjör nefnda, ráða og stjórna í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins

Málsnúmer 2205039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að nýjum fulltrúum í nefndir, ráð og stjórnir, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins.
Breyting á nefndum til fjögurra ára:

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd:
Arnar Geir Diego Ævarsson verður aðalmaður í atvinnu- og nýsköpunarnefnd í stað Böðvars Sturlusonar og Viktoría Líf Ingibergsdóttir verður varamaður

Fulltrúar í aðrar stjórnir, ráð og nefndir:

Stjórn byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson aðalmaður
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir varamaður

Fulltrúaráð Svæðisgarðs Snæfellsness:
Þórhildur Eyþórsdóttir verður aðalmaður í stað Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, en Hrafnhildur Hallvarðsdóttir hyggst sækjast eftir umboði í stjórn svæðisgarðs næst þegar kosið verður í stjórn þar sem Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson hefur setið í stjórn í 5 ár samfellt.

Samþykkt samhljóða.

24.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar

Málsnúmer 2006056Vakta málsnúmer

Kosning forseta bæjarstjórnar og fyrsta og annan varaforseta bæjarstjórnar skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Stykkishólms.
Bæjarstjórn samþykkir að Hrafnhildur Hallvarðsdóttir verði kjörin forseti, Ragnar Ingi Sigurðsson fyrsti varaforseti og Haukur Garðarsson annar varaforseti bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

25.Kosning í bæjarráð

Málsnúmer 2006055Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn kýs þrjá bæjarfulltrúa og þrjá til vara í bæjarráð skv. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 26. gr. samþykktar þessarar. Eingöngu bæjarfulltrúar eru kjörgengir í bæjarráð sem aðalmenn og varamenn sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn kýs eftirtalda í bæjarráð:

Aðalmenn í bæjarráð:
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir (formaður)
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson

Varamenn í bæjarráð:
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Haukur Garðarsson

Samþykkt samhljóða.

26.Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar 2024

Málsnúmer 2006059Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar gerir það að tillögu sinni að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði haldinn 29. ágúst nk. og að bæjarráði verði veitt fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála fram til bæjarstjórnarfundar í samræmi við 5. mgr. 8 gr. og 1. og 8. mgr. 33 gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms, sbr. og 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:43.

Getum við bætt efni síðunnar?