Fara í efni

Hafnarstjórn (SH)

1. fundur 23. nóvember 2022 kl. 17:00 - 19:23 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Sigurður Páll Jónsson formaður
  • Þröstur Ingi Auðunsson aðalmaður
  • Unnur María Rafnsdóttir aðalmaður
  • Kristján Lár Gunnarsson (KL) aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Kjartan J. Karvelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Siguður Páll Jónsson formaður
Dagskrá

1.Hrognkelsaveiðar - Staða og horfur

Málsnúmer 2208017Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár.
Hafnarvörður gerir grein fyrir tekjum hafnarinnar af hrognkelsaveiðum í ár og undanfarin ár, en heildarafli á árinu 2019 sem landaður var í Stykkishólmshöfn var 1096 tonn, 420 tonn 2020, 1000 tonn 2021 og 600 tonn 2022. Tekjur vegna hrognkelsaveiða drógust saman um 33% frá 2021 til 2022.

Hafnarstjórn gerir alvarlegar athugasemd við ákvörðun matvælaráðherra og matvælaráðuneytisins við setningu reglugerðar nr. 267/2022 um að takmarka veiðidaga grásleppu við markaðsaðstæður en ekki ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Virðist vera að sú ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli ófullnægjandi upplýsinga frá Landssambandi Smábátaeigenda og án samráðs kaupendur/vinnsluaðila. Hafði þessi ákvörðun ráðherra hafði í för með sér að grásleppusjómenn á þessu svæði hefðu getað veitt um 45% meira en raunin varð ef farið hefði verið eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

2.Strandveiðar - Staða og horfur

Málsnúmer 2208018Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tekjur Stykkishólmshafnar af strandveiðum í ár og undanfarin ár.
Hafnarvörður gerir grein fyrir tekjum hafnarinnar af strandveiðum í ár og undanfarin ár, en tekjur hafnarinnar vegna strandveiða voru um 2,1 millj. kr. á þessu ári en um 1,9 millj. kr. á árinu 2021. Í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir sérstöku strandveiðigjaldi hafnarinnar.

3.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Hafnarvörður kynnir hugmyndir um skipulag og gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.
Hafnarvörður gerir grein fyrir hugmyndum að skipulagi og gjaldtöku fyrir geymslupláss við Skipavíkurhöfn.

4.Nesvegur 22A - Þörungavinnsla

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna málsins. Einnig er lögð fram tilkynning sveitarfélagsins þar sem fram kemur að sé enn fyrir hendi vilji og áhugi til uppbyggingar á svæðinu af hálfu lóðarhafa, Asco Harvester ehf., í samræmi við kynnt áform, mun það samkvæmt þessu byggja á skilmálum sem settir verða fram í deiliskipulagi fyrir svæðið.
Lagt fram til kynningar.

5.Uppbygging hafnarmannvirkja og sjávarvarna í Stykkishólmi

Málsnúmer 2208019Vakta málsnúmer

Farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu hafnamannvirkja í Stykkishólmi. Meðal annars liggur fyrir að stækka þurfi ferjubryggju og hafskipsbryggju. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju.

Þá er lögð fram ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum
Hafnarstjóri gerir grein fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu hafnarmannvirkja.

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum á hafnarsvæðinu meðfram Súgandiseyjargötu, fyrst með vegkannti NV megin í höfninni og í framhaldinu að byggður verði hafnarstígur í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi. Í þessu sambandi vísar Hafnarstjórn jafnframt til fyrirliggjandi ályktunar 43. hafnarsambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.

6.Bátar í Maðkavík

Málsnúmer 2208021Vakta málsnúmer

Kynntar hugmyndir um að fjölga bátum í Maðkavík og fegra svæðið sem er vaxandi ferðamannaparadís.
Formaður hafnarstjórnar gerir grein fyrir hugmyndum sínum um fjölgun á bátum í Maðkavík og fegrun svæðisins, m.a. hreinsun þess og að kerrur verði ekki geymdar á svæðinu.

Hafnarstjórn felur hafnarverði, í samráði við formann, að ræða við eigendur báta sem eru ónýtir eða lélegir og gætu hentar til þessa verkefnis.

Formaður gerir ráð fyrir því að hugmyndirnar verði í framhaldinu ræddar og útfærðar nánar á næsta eða næstu fundum hafnarstjórnar.

7.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Kynntar hugmyndir að gjaldtöku á bílastæðum á hafnarsvæði. Til skoðunar eru skilvirkar og tæknimiðaðar lausnir.
Hafnarvörður gerir grein fyrir þeim möguleikum sem koma til greina og mun kynna frekari útfærslu á næsta fundi hafnarstjórnar.

8.Gjaldtaka við salerni á hafnarsvæði

Málsnúmer 2208022Vakta málsnúmer

Hafnarvörður kynnir hugmyndir um gjaldtöku við salerni á hafnarsvæði.
Hafnarvörður gerir grein fyrir þeim möguleikum sem koma til greina og mun kynna frekari útfærslu á næsta fundi hafnarstjórnar.

9.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Málefni Breiðafjarðarferjunnar Baldurs rædd.
Hafnarstjórn ítrekar mikilvægi þess að hafist verði handa sem fyrst við undirbúning að uppbyggingu hafnarmannvirkja til skemmri tíma fyrir ferju sem áætlað er að hefji siglingar á næsta ári og til lengri tíma fyrir ferju sem ríkið hanni og smíði með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar. Hafnarstjórn óskar eftir kynningu frá Vegagerðinni á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á ferjubryggju og stöðu ferjumála.

10.Hafnsaga og önnur þjónusta við skip

Málsnúmer 2208020Vakta málsnúmer

Lögð fram hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn og farið yfir hugmyndir um breytt verklag vegna hafnsögu skipa.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að reyna að tryggja áfram hafnsögu í Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn ef það er nokkur kostur og vísar málinu til frekari vinnslu í hafnarstjórn.

Hafnarstjórn felur hafnarverði að kanna þá möguleika sem í boði og hugsanlega samninga við þá sem gætu komið til greina sem verktakar í þessu sambandi.

11.Samningur Brunavarna Stykkishólms og Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2209012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Stykkishólmshafnar og Brunavarna Stykkishólms um aðstoð slökkviliðs vegna mengunaróhappa.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning um aðstoð slökkviliðs vegna mengunaróhappa.

12.Gjaldskrá Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2208023Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að hækkun á gjaldskrá Stykkishólmshafnar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi uppfærslur á gjaldskrá sem tekur hækkunum m.v. vísitölu og felur hafnarverði að setja inn opnunartíma hafnarinnar í gjaldskrá.

Hafnarstjórn áréttar, vegna umræðu í samfélaginu, að ekki stendur til að skerða opnunartíma eða þjónustu hafnarinnar næsta sumar.

13.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 5. fundi sínum gjaldskrár sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísaði til umsagnar í fastanefndum. Bæjarstjórn samþykkti einnig Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélasg Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísaði til umsagnar í fastanefndum.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrár.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að farið verði í uppbyggingu á hafskipsbryggju á árinu 2023 og 2024 í samræmi við fyrirliggjandi samgönguáætlun.

14.Erindi frá eigenda Gróttu 7811 - Ósk um rökstuðning og breytingu á fyrirkomulagi gjaldtöku Stykkishólmshafnar

Málsnúmer 2211023Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð f.h. eiganda Gróttu 7811, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar, ásamt því að óskað er eftir að gjöld sem greidd hafa verið á þeim forsendum að Grótta 7811 sé gestabátur og verði færð niður til samræmis við það gjald sem almennt er tekið fyrir legu báta í Stykkishólmshöfn. Þá er óskað eftir að Hafnarstjórn breyti skilgreiningu sinni á gestabátum til samræmis við það sem tíðkast almennt um hafnargjöld í nærliggjandi höfnum og þau kjör sem bátar sem hafa Stykkishólm sem heimahöfn búa við annars staðar á siglingum sínum.
Hafnarstjórn getur ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn felur hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.

Fundi slitið - kl. 19:23.

Getum við bætt efni síðunnar?