Hafnarstjórn (SH)
Dagskrá
1.Uppbygging hafnarmannvirkja Stykkishólmshafnar
Málsnúmer 2310037Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni um framtíðaruppbyggingu hafnarmannvirkja ásamt fyrirliggjandi samgönguáætlun.
Á 5. fundi hafnarstjórnar tók hafnarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir í minnisblaði Vegagerðarinnar og hvatti Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.
Bæjarráð óskaði, á 20. fundi sínum, á grunni áherslna hafnarstjórnar, formlega eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.
Bæjarstjórn staðfesti samhljóða á 23. fundi sínum afgreiðslu bæjarráðs.
Á 5. fundi hafnarstjórnar tók hafnarstjórn jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir í minnisblaði Vegagerðarinnar og hvatti Vegagerðina til þess að vinna hugmyndirnar áfram þannig að nýta megi fjármagn í samgönguáætlun sem þegar hefur verið úthlutuað til uppbyggingar á Stykkishólmshöfn.
Bæjarráð óskaði, á 20. fundi sínum, á grunni áherslna hafnarstjórnar, formlega eftir því að fjárveitingum úr samgönguáætlun verði ráðstafað í samræmi við fyrirliggjandi áherslur í minnisblaði Vegagerðarinnar þannig að hefjast megi handa við að fjölga flotbryggjum í Stykkishólmshöfn og að nauðsynlegar endurbætur hafsskipabryggju geti hafist sem fyrst sem og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í Stykkishólmshöfn.
Bæjarstjórn staðfesti samhljóða á 23. fundi sínum afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.
2.Fyrirhugaðar framkvæmdir og staða verkefna
Málsnúmer 2404025Vakta málsnúmer
Almenn yfirferð yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og stöðu verkefna.
Bæjarverkstjóri og hafnarvörður gera grein fyrir þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru og stöðu verkefna á Stykkishólmshöfn.
3.Gjaldtaka bílastæða á hafnarsvæði
Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer
Lögð fram tilboð og tillögur frá Parka lausnum og Green parking, að útfærslum á gjaldtöku fyrir bílastæði á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Fulltrúar fyrirtækjana komu jafnframt til fundar við bæjarráð, á 20. fundi, og gerðu grein fyrir tillögum sínum.
Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð vísaði málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.
4.Gjaldskrár 2024
Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer
Lögð fram gjaldskrá Stykkishólmshafna 2024.
Lagt fram til kynningar.
5.Hreinsun og fegrun umhverfis í Skipavík
Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer
Hafnarstjórn hefur undanfarin ár lagt áherslu á að fara þurfi í átak til að fegra og snyrta hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn, sér í lagi hvað varðar óhreyfða báta og vagna sem liggja jafnvel undir skemmdum. Í anda þess samþykkti hafnarstjórn á 90. fundi sínum að þeir sem greiði hafnargjöld hafi heimild gjaldfrjálsrar aðstöðu fyrir báta og kerrur á skilgreindum bátastæðum við Skipavíkurhöfn, en aðrir greiði aðstöðugjald (stöðuleyfi). Hafnarstjórn fól hafnarverði á 90. fundi sínum, sem staðfest var á 400. fundi bæjarstjórnar, að láta fjarlægja ónýtar kerrur og annað sem á ekki heima á svæðinu að hans mati og innheimta í samvinnu við byggingarfulltrúa gjöld fyrir aðstöðuleyfi og framfylgja framangreindri samþykkt hafnarstjórnar. Samkvæmt fundargerðum hefur verið farið yfir árangur frá fyrri afgreiðslu á fundum hafnarstjórnar. Á 53. fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar fjallaði nefndin um þessi sömu málefni og taldi skynsamlegt að hvetja fyrirtæki og einkaaðila til góðrar umhirðu í sínu nærumhverfi. Nefndin benti jafnframt á heimildir heilbrigðisnefndar til að hlutast til um að lausafjármunir séu fjarlægðir, þ.m.t. númeralausar bifreiðar og bílflök, annað hvort á grundvelli 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti og/eða 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs. Hafnarstjórn samþykkti, á 5. fundi sínum, að leita eftir formlegu samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands um hreinsun á hafnarsvæði Skipavíkur í samræmi við framangreint og að bátum og tækjum sem hafa verið óhreyfð árið 2023 séu fjarlægð af svæðinu, sbr. 20. og/eða 21. gr. reglugerðar um hollustuhætti, og 14. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs, nema fyrir liggi samþykki hafnarvarðar, en samtímis verði unnið að því að útbúa bátasvæði fyrir þá báta sem hafa verið í notkun og þeir muni vera fluttir á viðkomandi svæði þegar það er tilbúið. Bæjarráð staðfesti, á 17. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar. Hafnarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.
6.Umsókn um stöðuleyfi - matarvagn
Málsnúmer 2402034Vakta málsnúmer
Lagt fram til afgreiðslu umsókn Baldurs Úlfarssonar og Heiðrúnar Jensdóttur um stöðuleyfi til 6 mánaða fyrir matarvagninn Agnið á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi n.t.t. þar sem matarvagnar hafa staðið undanfarin sumur. Í vagninum stendur til að selja ýmsa skyndirétti. Skipulagsnefnd gerði, á 20. fundi sínum, fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umsóknina.
Bæjarráð gerði, á 20. fundi sínum, ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu hafnarstjórnar.
Bæjarráð gerði, á 20. fundi sínum, ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis, með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
7.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Lögð fram til umfjöllunar tillögur að deiliskipulagi, ásamt öðrum gögnum. Skipulagsnefnd tók, á 20. fundi sínum, jákvætt í fyrirliggjandi tillögur.
Hafnarstjórn fagnar fyrirliggjandi hugmyndum og tillögum og hvetur lóðarhafa til dáða í verkefninu framundan enda mun verkefnið koma til með að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og ásýnt Stykkishólmshafnar.
8.Umsókn um stöðuleyfi - Ískofi
Málsnúmer 2403008Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir ískofa á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn hefur ekki athugasemd við umsóknina.
9.Umsókn um stöðuleyfi - Vinnuskúr
Málsnúmer 2403007Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn getur ekki fallist á að vinnuskúr sé staðsettur á þessum stað og veitir því fyrir sitt leyti neikvæða umsögn um umrætt stöðuleyfi.
10.Umsókn um stöðuleyfi - Söluvagn
Málsnúmer 2403006Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Guðmundar Rúnars Hallgerðarsonar um stöðuleyfi fyrir fish and chips söluvagn á hafnarsvæði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 18:32.
Formaður bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
- 2403008 Umsókn um stöðuleyfi - Ískofi
- 2403007 Umsókn um stöðuleyfi - Vinnuskúr
- 2403006 Umsókn um stöðuleyfi - Söluvagn
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreind mál eru sett inn sem mál nr. 8, 9 og 10 á dagskrá fundarins.