Græna ljósið í Stykkishólmi
Magnús Ingi Bæringsson tók nú á dögunum við Græna ljósinu frá Orkusölunni fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Græna ljósið staðfestir og vottar að sveitarfélagið notar í rekstri sínum 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Eins og þekkt er hefur Stykkishólmsbær lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum og er þessi vottun eitt af skrefum bæjarins í átt að enn grænni framtíð.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Magnús taka á móti viðurkenningu fyrir græna orku. Gripurinn er hannaður og framleiddur hér á landi og færður fyrirtækum til marks um það að þeirra starfsemi noti eingöngu grænt vottað rafmagn.