Hönnunarkeppnin Stíll
Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþrótthúsinu Digranesi laugardaginn 1. febrúar. Í ár skráðu sig til leiks hópur frá Stykkishólmi þau Helga María Elvarsdóttir, Birgitta Mjöll Magnúsdóttir, Sara Jónsdóttir, Jóhanna María Ægisdóttir, Metúsalem Páll Sigurbjargarson með stuðningi frá starfsmanni félagsmiðstöðvar Guðbjörgu Halldórsdóttur og grunnskólans Kristbjörgu Hermannsdóttur. Mikil vinna fór í undirbúning og var afraksturinn glæsilegur. Í ár fagnaði keppnin 20 ára afmæli en þessi frábæri viðburð var fyrst haldinn árið 2000 í Kópavogi. Á Stíl koma saman og keppa unglingar af öllu landinu í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun, framkomu og hönnunarmöppu. Þemað sem valið er að Ungmennaráði Samfés var í ár ?DISNEY?.