Fara í efni

Málþing um íbúasamráð hjá sveitarfélögum

08.11.2020
Fréttir

Málþing um íbúasamráð verður haldið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga mánudaginn 9. nóvember kl. 9:30-12:00. Þar verður fjallað um reynslu og þekkingu Stykkishólmsbæjar, Akureyrarbæjar, Norðurþings og Kópavogsbæjar um hvernig hægt sé að beita samráðsaðferðum.
Fyrir hönd Stykkishólmsbæjar mun Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, fjalla um samráð um uppbyggingu á leiksvæðum í Stykkishólmi.

Málþingið er rafrænt og er nauðsynlegt að skrá sig.
HÉR ER DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS OG NÁNARI UPPLÝSINGAR. 

Getum við bætt efni síðunnar?