Fara í efni

Vikupóstur stjórnenda

30.10.2020
Fréttir
Kæru vinir 
Á skipulagsdaginn síðasta þriðjudag vorum við með Menntabúðir í skólanum. Þær ganga út á að starfsmenn kynni alls konar nýjungar sem þeir eru að nota í kennslu. Annað starfsfólk getur svo lært af þeim. Meðal þess sem var á dagskrá voru kynningar á forritum, hvaða efni er hægt að nota í lífsleiknikennslu og fleira. Það er mikil gróska meðal starfsmanna okkar og vorum við mjög ánægðar með daginn og kraftinn í fólkinu. Hérna er hægt að sjá dagskrána og viðfangsefnin: https://read.bookcreator.com/aTNu7rjHLSaBm0yNxRRSa_ET8l-FntUUx_oNrcHODEE/-no1cN90TNm4F7pMrXH_8Q?fbclid=IwAR25B4QEsX6OAkfzfRqtB89r3chRQdzCx5IFg41QRHM8VEwSRj9N271xduc
Sóttvarnarlæknir boðar nú hertar aðgerðir. Á þessari stundu vitum við ekki hvernig þær verða. Við munum verða á vaktinni og senda á ykkur upplýsingar um leið og þær berast.  
Tilkynningar 
Um daginn sögðum við ykkur frá því að við myndum vilja deila með ykkur upptöku frá dansinum. Það er skemmst frá því að segja að auðveldast hefðir verið að deila henni með ykkur á lokaðri rás á Youtube. Það er hins vegar ekki leyfilegt vegna persónuverndar. Við höfum því verið að skoða tvær aðrar leiðir. Sá hængur er á annarri að það geta eingöngu fimm hlaðið niður af krækjunni. Við þyrftum þá að senda á fimm foreldra eina krækju og svo næstu á aðra fimm foreldra. Við viljum helst geta sleppt því að fara þá leið. Hin leiðin er að kaupa aðgang að forriti þar sem einnig er hægt að streyma beint. Það gæti verið mikill kostur að hafa þann möguleika seinna í vetur. Við höfum tekið höndum saman með leikskólanum, tónlistarskólanum og félagsmiðstöðinni að Stykkishólmsbær kaupi þennan aðgang. Vonum við að af þessu geti orðið eins fljótt og auðið er.  
Á döfinni 
Við minnum á haustfríið eftir helgi mánudaginn 1.  nóvember og þriðjudaginn 2. nóvember. Þá verður ekkert skólastarf í gangi né starfsemi í Regnbogalandi.  
Að lokum viljum við vekja athygli á Hrekkjavökuratleik sem verður í gangi í bænum um helgina. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hvetja Heimli og skóli til þess að ganga ekki í hús heldur fara þessa leið. Í viðhengi er skráningablað sem þið getið prentað út fyrir börnin ykkar.  
Góða skemmtun ?  
Njótið helgarinnar 
Berglind og Lilja Írena 
Getum við bætt efni síðunnar?