Fara í efni

Vikupóstur stjórnenda grunnskólans

06.11.2020
Fréttir
  
 
Kæru vinir 
 
Enn þurftum við að gera breytingar á skólastarfinu og í þetta sinn er skólastarf hjá 1. - 4. bekk meira og minna það sama fyrir utan að það eru engar íþróttir og engir sundtímar. Einnig urðum við að fækka tímum í list- og verkgreinum. Þau fá mat í mötuneytinu og Regnbogaland starfar að mestu leyti með óbreyttum hætti fyrir utan að það lokar kl. 15:30 svo hægt sé að þrífa vel alla snertifleti.  
 
Fyrir 5. og 6. bekk þurftum við að finna nógu stórt rými svo þau gætu haft tvo metra á milli sín því ekki vildum við að þau væru með andlitsgrímur allan daginn. 5. bekkur fékk því þrjár stofur til afnota sem hægt er að opna á milli, Flatey, Bíldsey og Súgandisey. 6. bekkur fékk afnot af rými í Amtsbókasafninu. Ekki var hægt að koma því við að þau fái mat í mötuneyti vegna plássleysis og ekki var hægt að ætlast til þess að þau væru með grímur þar því eðlilega er þá ekki hægt að matast.  
 
7. - 10. bekkur er með sína aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni. Okkur fannst eftir síðustu hólfaskiptingu að við þyrftum að geta boðið þeim upp á að koma eins mikið í skólann og hægt væri. Það hentaði því vel að ekki er nein starfsemi þar eins og stendur.  
 
Tilkynningar 
 
Frá og með mánudeginum munu nemendur í 1. - 4. bekk geta fengið mjólk í mötuneytinu.  
 
Hafið það sem allra best um helgina og farið vel með ykkur ?  
 
Berglind og Lilja Írena 
Getum við bætt efni síðunnar?