Lokaskýrsla um íbúasamráðsverkefni Stykkishólmsbæjar
Samband íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarbær fengu í lok árs 2018 styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að fara í reynsluverkefni um íbúasamráð. Kópavogsbær, Norðurþing og Stykkishólmsbær tóku þátt í verkefninu, auk Akureyrarbæjar. Verkefni sveitarfélaganna vörðuðu m.a. samráð við börn og ungmenni og samráð á sviði íþrótta- og tómstundamála.
Verkefni Stykkishólmsbæjar snéri í megindráttum að því að fá íbúa til samráðs um skipulag og útfærslu leikvalla í bænum. Samráðið var langt og viðamikið ferli en nú liggur fyrir lokaskýrsla þar sem hægt er að kynna sér ferlið í heild sinni, niðurstöður þess og aðrar hugmyndir. Áhersla er þó lögð á það að samráðið lifir enn og því sjálfsagt að koma frekari ábendingum á framfæri við vinnuhóp verkefnisins (sjá nánar í skýrslu).
Lokahönd var lögð á uppsetningu leikvallar við Garðaflöt fyrr í þessum mánuði, tilkynnt var um þetta á facebook-síðu Stykkishólmsbæjar fyrir skemmstu, en staðsetning og val á tækjum er í samræmi við íbúasamráðsverkefnið.
Þann 9. nóvember nk. verður haldið málþing á vefnum í tengslum við verkefnið. Á málþinginu munu sveitarfélögin kynna verkefni sín, lærdóma og framhald ásamt því að sérfræðingar frá sænska sveitarfélagasambandinu, sem hafa víðtæka reynslu af íbúasamráðsverkefnum með sænskum sveitarfélögum og voru ráðgjafar í verkefninu, fjalla um hvernig hægt sé að festa íbúasamráð í sessi og skapa samráðsmenningu í sveitarfélögum.
LOKASKÝRSLU VERKEFNISINS MÁ NÁLGAST HÉR.
Hér að neðan má sjá myndir af nýjum leikvelli við Garðaflöt: