Skóla- og æskulýðsstarf í Stykkishólmi í samræmi við nýjar reglur
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tók gildi nú í morgun og gildir til og með 17. nóvember nk., með fyrirvara um breytingar. Markmiðið með reglugerðinni er að tryggja að sem minnst röskun verði á skólastarfi vegna COVID-19 sjúkdómsins með ýtrustu sóttvarnarsjónarmið að leiðarljósi. Reglugerðin tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, en einnig til annarrar starfsemi, svo sem frístundaheimila, félagsmiðstöðva og íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum frá skólum, sem og sóttvarnaryfirvöldum. Hér má finna samantekt á helstu ráðstöfunum skóla- og æskulýðsstarfs í Stykkishólmi. GRUNNSKÓLINN 1.-4. bekkur 5.-6. bekkur 7. ? 10. bekkur Allar nánari upplýsingar hafa borist foreldrum og forráðamönnum í tölvupósti frá skólastjórnendum. LEIKSKÓLINN Reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ekki afgerandi áhrif á starf leikskólans umfram það sem orðið er nú þegar. Áfram verður hólfaskipt og samgangur milli deilda takmarkaður. Engar sameiginlegar söngstundir verða, ekki flæðival og ekki sameiginlegar afmælishátíðir. TÓNLISTARSKÓLINN Allt hópastarf innan tónlistarskólans fellur niður eða fer í fjarkennslu. Það eru lúðrasveitirnar, Hallgerður, Ruglukollarnir og tónfræðihóparnir. FÉLAGS- OG ÆSKULÝÐSSTARF Samkvæmt reglugerðinni er skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf, þ.m.t. starf félagsmiðstöðva, barna á grunnskólaaldri er óheimilt. Þar af leiðandi lokar félagsmiðstöðin X-ið á meðan reglugerðin er í gildi. Leitað er nú leiða til að fjölga rafrænum viðburðum fyrir ungmenni á landinu. SamfésPlús er nýtt verkefni á vegum Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Fyrsta verkefni sem tengist SamfésPlús er hlaðvarpið ?UNGT FÓLK OG HVAÐ?? sem fulltrúar Ungmennaráðs ungmennahúsa stýra, á meðal þeirra fulltrúa er Hólmarinn Védís Ýr Bergþórsdóttir.
Nemendur fá 30 kennslustundir á viku í skólanum, hádegisverð og vistun í Regnbogalandi. Nánari stundatafla mun berast foreldrum/forráðamönnum nemenda.
Nemendur fá 30 kennslustundir og verða í skólanum 8:10 ? 12:30, ekki er unnt að bjóða þeim upp á hádegisverð vegna fjarlægðartakmarkana og grímuskyldu fyrir þennan aldurshóp
Nemendur munu vera að hluta til í fjarnámi og að hluta til í staðnámi í íþróttahúsinu. Grímuskylda og fjarlægðartakmarkanir munu gilda fyrir 7. ? 10. bekk og ekki boðið upp á mötuneyti. Nánari upplýsingar munu berast foreldum/forráðamönnum.
Foreldrar eru minntir á að viðhalda sömu sóttvörnum og áður; þvo, spritta og bera grímu þegar þið komið inn í fataklefa.
Nemendur eru beðnir að koma einir í tíma og taka ekki vini sína með.
Kennarar og nemendur halda tveggja metra fjarlægð milli sín eftir föngum, annars verður grímuskylda á kennurum og nemendum fæddum 2010 og fyrr.
Á göngum skólans og opnum rýmum verður grímuskylda á kennurum og nemendum fæddum 2010 og fyrr. Nemendur halda áfram að vera duglegir að þvo hendur fyrir tíma og spritta.
Fyrsta þátt má nálgast á Facebook síðu Ungt fólk og hvað, Instagram og á Spotify.