Fara í efni

Norðurljósahátíð í október

17.08.2022
Fréttir

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í sjötta sinn í Stykkishólmi dagana 20. - 23. október 2022. leitað er að aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburðum, sýningum, skemmtunum og gjörningum, hvort heldur sem eru einstaklingar, skólar, félagasamtök eða fyrirtæki. Einnig eru þeir sem hafa hugmyndir eða áhuga á að koma sér eða öðrum á framfæri hvattir til að hafa samband við nefndina.

Markmiðið er að hátíðin sé sjálfbær og að bæjarbúar skemmti bæjarbúum og gestum. Gaman væri ef einhverjir viðburðir tengdust fjölmenningu.
Hólmarar eru hvatti til að taka þessa daga í október frá og nota tækifærið og bjóða gestum heim.
Á netfangið norðurljosin@stykkisholmur.is er hægt að koma á framfæri hugmyndum og ábendingum varðandi hátíðina eða hafa samband við nefndarmenn.

Nefndina skipa:
Nanna Guðmundsdóttir: Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.
Kristjón Daðason: Formaður Safna- og menningarmálanefndar og deildarstjóri Tónlistarskóla Stykkishólms.
Þórunn Sigþórsdóttir: Starfsmaður Byggðasafns- Snæfellinga og Hnappdæla.
Halldóra Margrét Pálsdóttir: Starfsmaður Byggðasafns- Snæfellinga og Hnappdæla.
Heiðrún Edda Pálsdóttir: Slátturmeistari Áhaldahússins.
Starfsmaður hátíðar: Hjördís Pálsdóttir/Forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og Vatnasafns.

 
Getum við bætt efni síðunnar?