Fara í efni

Kynningarfundur fyrir íbúa við Skipavíkursvæði vegna framkvæmdaáforma við Nesveg 22a

10.08.2022
Fréttir

Vakin er athygli íbúa í Nestúni á kynningarfundi sem fram fer í Amtsbókasafninu kl. 17:00 í dag, miðvikudag, í tengslum við áður kynnt áform um atvinnuuppbyggingu á Skipavíkursvæðinu. Aðrir íbúar sem telja að umrædd byggingaráform geti haft áhrif á þeirra hagsmuni, eru að sjálfsögðu velkomnir á fundinn.

Bæjarstjórn samþykkti á 2. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar um að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. við Nesveg 22A fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, 20a og 24. Auk grendarkynningar var samþykkt að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni svo hægt sé að upplýsa þá og svara spurningum og athugasemdum þeir íbúar kunna að hafa varðandi áform Asco Harvester. 

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi, stýrir fundinum. Auk hennar taka forsvarsmenn Asco Harvester til máls og gera grein fyrir áformum sínum. Þá verður tekið við fyrirspurnum í lok fundar.

ÁFORM ASCO HARVESTER
Asco Harvester ehf. hyggst byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A, þar sem áður stóð steypustöð. Um er að ræða hús á þremur hæðum með milliloftum yfir hluta hússins. Lóðin er 3700 m2, grunnflötur hússins er 828,2 m2 og hæð þess 10 m. Fyrirtækið hélt opinn kynningarfund 28. apríl sl. og var auglýsingu dreift í öll hús í Stykkishólmi.

Hægt er að kynna sér fyrirtækið og framtíðarsýn þess nánar á vefsíðunni ascoharvester.is.

Íbúar í Nestúni fengu sent bréf vegna fundarinns síðastliðinn mánudag. Bréfið má sjá hér að neðan.

 

 
Getum við bætt efni síðunnar?