Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Best skreytta húsið í Stykkishólmi
Fréttir

Best skreytta húsið í Stykkishólmi

Líkt og hefð hefur skapast fyrir eru veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið í Stykkishólmi fyrir jólin. Níundi bekkur grunnskólans sá um valið og veitti viðurkenningu fyrir en það var fjölskyldan að Hjallatanga 4 sem hlaut viðurkenninguna þetta árið. Við óskum þeim innilega til hamingju.
23.12.2021
Upptaka af samráðsfundi um sameiningu Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar
Fréttir

Upptaka af samráðsfundi um sameiningu Helgafellsveitar og Stykkishólmsbæjar

Opinn rafrænn samráðsfundur var haldinn af samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar í gær, þriðjudaginn 21. desember, fyrir íbúa Stykkishólms. Sambærilegur fundur fór fram með íbúum Helgafellssveitar síðastliðinn föstudag. Markmið fundanna var að kynna verkefnið sem liggur fyrir sveitarfélögunum og heyra spurningar, ábendingar og sjónarmið íbúa áður en lengra er haldið.
22.12.2021
Friðargöngunni aflýst í ár
Fréttir

Friðargöngunni aflýst í ár

Hefð hefur skapast í Hólminum fyrir friðargöngu á Þorláksmessu sem er fastur liður hjá mörgum í aðdraganda jólanna. Í ljósi aukinna smita á landinu hefur hefðbundinni firðargöngu verið aflýst en þess í stað eru bæjarbúar hvattir til að fara í sína eigin friðargöngu hver fyrir sig eða kveikja á kyndli fyrir utan heimili sitt kl. 18.00 á Þorláksmessu og fá sér jafnvel bolla af heitu súkkulaði með rjóma eða öðrum bragðbæti.
21.12.2021
Tillaga að deiliskipulagi Súgandiseyjar í Stykkishólmsbæ
Fréttir

Tillaga að deiliskipulagi Súgandiseyjar í Stykkishólmsbæ

Á 402. fundi sínum 30. september s.l. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Súgandisey skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmiðið með tillögunni er að móta ramma fyrir göngu- og náttúruupplifun á eyjunni og tryggja jafnframt öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagstillagan byggir á núverandi aðstæðum og niðurstöðum úr hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar á eyjunni.
21.12.2021
Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar samþykkt ? Öflugur rekstrarlegur viðsnúningur eftir Covid-19
Fréttir

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar samþykkt ? Öflugur rekstrarlegur viðsnúningur eftir Covid-19

Verulegur jákvæður viðsnúningur verður í rekstri Stykkishólmsbæjar strax á næsta ári samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025, gangi áætlanir eftir. Er um að ræða öfluga viðspyrnu í rekstri sveitarfélagsins, m.a. vegna sölu fastafjármuna í tenglum við áform um uppbyggingu nýrra félagslegra íbúða, eftir að mikilla áhrifa gætti í starfsemi og rekstri sveitarfélagsins vegna Covid-19 veirunnar, þó svo áfram sé gert ráð fyrir áhrifum hennar í áætlunum.
15.12.2021
Íbúafundir um sameiningarviðræður
Fréttir

Íbúafundir um sameiningarviðræður

Samstarfsnefnd um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar, boðar til samráðsfunda um verkefnið og það sem framundan er. Fyrirhugað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári. Samráð við íbúa Helgafellssveitar fer fram föstudaginn 17. desember en samráð við íbúa Stykkishólmsbæjar fer fram á rafrænum fundi þriðjudaginn 21. desember.
15.12.2021
Jólalestin verður á ferðinni í dag
Fréttir

Jólalestin verður á ferðinni í dag

Nú er komið að því ! Jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms ekur um bæinn á milli kl. 17 og 18 í dag, þriðjudaginn 14. desember, og spilar á völdum stöðum til að gleðja gesti og gangandi með jólatónlist. Með í för verða jólasveinar með jólasleðann góða sem þeir afhentu bæjarbúum fyrir síðustu jól en nú er kominn tími til að koma honum fyrir á góðum stað til að gleðja bæjarbúa.
14.12.2021
Bæjarstjórn úthlutar styrkum
Fréttir

Bæjarstjórn úthlutar styrkum

Auglýst var eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar frá 27. september til 4. október sl. Alls bárust 11 umsóknir. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum 2. desember síðastliðinn og lagði til úthlutun sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 9. desember. Styrkúthlutun var sem hér segir.
10.12.2021
Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Fréttir

Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólmsbæjar. Samkvæmt reglum sjóðsins er hlutverk hans meðal annars að styðja og styrkja lista og menningarstarf í Stykkishólmi og hvetja til nýsköpunar á sviði lista og menningar.
09.12.2021
Jólalest frestað vegna nýsmits
Fréttir

Jólalest frestað vegna nýsmits

Tekin hefur verið sú varúðarráðstöfun að fresta jólalest Tónlistarskóla Stykkishólms sem til stóð að aka um bæinn í dag, 8. desember, sökum þess að upp hefur komið eitt covidsmit í Stykkishólmi. Er það gert til þess að gæta fyllstu varúðar. Fólk er beðið um að vera meðvitað um stöðuna og efla sínar persónubundnu sóttvarnir.
08.12.2021
Getum við bætt efni síðunnar?