Fréttir
Auglýsing - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Stykkishólmsbæ
Þann 30. mars síðastliðinn, samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem breytingin nær til er 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins norður af Borgarbraut. Deiliskipulagsbreytingin er tilkomin vegna mikillar jarðvegsdýptar á hluta svæðisins og þörf fyrir fjölgun lóða annarstaðar. Markmiðið er einnig að stuðla að betri landnýtingu, þétta byggð með fjölgun minni lóða, auka fjölbreytileika íbúðareininga, auka skjólmyndun, fegra yfirbragð hverfisins, bæta við vistgötum og tryggja gott aðgengi að verslun, þjónustu, leik- og útivistarsvæðum.
13.04.2022