Fréttir
112 dagurinn í Stykkishólmi - myndir
112 dagurinn var haldinn um allt land sl. mánudag, en í ár var áherslan lögð á öryggismál heimilisins. Opið hús var hjá okkar lykilfólki, þ.e. Slökkviliði Stykkishólms, Björgunarsveitinni Berserkjum, sjúkraflutningamönnum og Lögreglunni, þar sem þau sýndu búnað sinn og aðstöðu í björgunarsveitarhúsinu. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.
13.02.2019