Fara í efni

112 dagurinn í Stykkishólmi - myndir

13.02.2019
Fréttir
112 dagurinn var haldinn um allt land sl. mánudag (11. febrúar), en í ár var áherslan lögð á öryggismál heimilisins. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.
Opið hús var hjá okkar lykilfólki í Stykkishólmi, þ.e. Slökkviliði Stykkishólms, Björgunarsveitinni Berserkjum, sjúkraflutningamönnum og Lögreglunni, þar sem þau sýndu búnað sinn og aðstöðu í björgunarsveitarhúsinu.

112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og erdagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þettaeinfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.  Markmiðdagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa aðforvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirraog samhæfingar.

  


 

Getum við bætt efni síðunnar?