Fara í efni

Velferðarstefna Vesturlands

08.02.2019
Fréttir
Þessa dagana hafa drög að Velferðarstefnu Vesturlands verið til umsagnar hjá sveitarfélögum og öðrum hagaðilum á Vesturlandi.
Hafa drögin þegar verið kynnt og tekin til umræðu í flestum fastanefndum Stykkishólmbæjar, sem málefninu 
tengjast, og komu drögin í kjölfarið til afgreiðslu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar 31. janúar sl. Á fundinum fól bæjarstjórn bæjarstjóra að senda inn umsögn Stykkishólmbæjar sem tæki m.a. mið af þeim ábendingum sem komið höfðu frá fastanefndum Stykkishólmbæjar. 
Íbúar Stykkishólmbæjar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér stefnuna og skila til Stykkishólmsbæjar áliti sínu á stefnunni sem Stykkishólmsbær getur haft hliðsjónar við umsögn sína. Áliti sínu geta íbúar skilað rafrænt með því að senda álit sitt á netfangið stykkisholmur@stykkisholmur.is til og með 12. febrúar næstkomandi. 
Hér er hægt að nálgast drög að Velferðarstefna Vesturlands 
Getum við bætt efni síðunnar?