Fara í efni

Skákdagur í Stykkishólmi

04.03.2019
Fréttir

Dagana  18. febrúar og 19. febrúar sl. voru haldnir Skákdagar í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Bragi Þorfinnsson, stórmeistari í skák, kom í Grunnskólann á vegum SkáksambandsÍslands til að kynna skákíþróttina fyrir nemendum. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni Bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Skáksambands Íslands, en í nóvember á síðasta ári var Íslandsmótið i Atskák haldið í Amtsbókasafninu. Bragi kynnti skákíþróttina fyrir yngri bekkjum grunnskólans annars vegar og eldri bekkjunum hinsvegar og lauk kennslunni með með skákmóti í hvorum aldurshópnum fyrir sig.

Skák nýtu aukinna vinsælda í grunnskólanum en það hefur verið brugðið m.a. á það ráð að hafa taflborð tiltæk á í opnum rýmum skólans sem annar valkostur til afþreyingar en snjallsímar.

Menningarþátturinn Landinn kom við á Skákdögum í Stykkishólmi og myndaði ungt skákfólk við iðju sína. Innslagið í Landanum má sjá hér (það hefst á 20:36): http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/25783?ep=89lip6

Getum við bætt efni síðunnar?