Fara í efni

Viðvera atvinnuráðgjafa í Stykkishólmi

12.02.2019
Fréttir

Margrét Björk, atvinnuráðgjafi SSV, verður á skrifstofu Stykkishólmsbæjar (Ráðhúsi) miðvikudaginn 13. febrúar n.k. kl. 10.00 ? 12.00. 
SSV ? þróun og ráðgjöf er hluti af stoðkerfi atvinnulífsins og veitir ráðgjöf á sviði atvinnumála og vinnur að þróun búsetuskilyrða á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. 
Hlutverk atvinnuráðgjafar felast m.a. í að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar SSV á sviði aðstoðar við ofangreinda aðila geta verið margvísleg, t.d.: 

  • Aðstoð við að greina vandamál í rekstri
  • Leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins.
  • Aðstoð við gerð umsókna til sjóða.
  • Aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana.
  • Aðstoð við markaðsmál
  • Upplýsingagjöf, fundir o.fl.

Meginmarkmið SSV ? þróunar og ráðgjafar, er að taka þátt í að efla atvinnulíf í landshlutanum með beinum og óbeinum hætti m.a. með því að vinna að eftirfarandi verkefnum:

  • Rekstrarráðgjöf og hagkvæmnisúttektir.
  • Upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun.
  • Greining á byggða- og atvinnumálum.
  • Hafa frumkvæði að atvinnusköpun.
  • Aðstoða við fjármögnun. (Lán og styrkir)
  • Efla almenna búsetu og búsetuskilyrði á svæðinu.
  • Kynningarstarf á svæðinu.
  • Námskeiðahald.

Eðli málsins samkvæmt heitir SSV skjólstæðingum sínum fullum trúnaði. Hægt er að bera upp trúnaðarmál við atvinnuráðgjafa og treysta því að hugmynd eða mál verði ekki borin á torg.
Ef þú hefur áhuga á að nýta þjónustu SSV, þróunar og ráðgjafadeildar, þá hvejum við þig til þess að mæta og hitta atvinnuráðgjafa SSV í Ráðhúsinu. Viðvera ráðgjafa er frá klukkan 10:00-12:00 annan miðvikudag í mánuði.

Getum við bætt efni síðunnar?