Kynning fyrir starfandi fyrirtæki í öllum starfsgreinum í Stykkishólmi 15. febrúar 2019
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fund/kynningu kl. 10:00 föstudaginn 15. febrúar í Stykkishólmi til að kynna verkefnið ?Bættur rekstur ? Betri afkoma" til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019.
Á fundunum verður farið yfir verkefnið og tækifæri starfandi fyrirtækja til að bæta rekstur sinn og afkomu með nýsköpun á öllum sviðum rekstrarins.
Vakin er athygli á því að verkefnið "Bættur rekstur ? Betri afkoma" í starfandi fyrirtækjum nær til starfandi fyrirtækja í öllum starfsgreinum og eru forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að mæta og kynna sér hvort verkefnið geti falið í sér tækifæri fyrir viðkomandi fyrirtæki.
Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf.