Fara í efni

Hvatning inn í helgina ? förum varlega

09.10.2020
Fréttir

Enn vaxa fjöldatölur COVID-19 smitaðra á Íslandi, ástandið í Stykkishólmi er þó ennþá stöðugt. Í ljósi aukinna smita á landsvísu eru íbúar hvattir til að fara áfram varlega og huga vel að persónulegum sóttvörnum, þvo hendur, spritta, halda fjarlægðartakmörkunum og notast við andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að virða fjarlægðartakmörk. Þá er fólk einnig hvatt til að forðast að koma saman að óþörfu og fylgjast áfram með þróun mála.

Þá er einnig minnt á tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra:

  • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er.
  • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til.
  • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er.
  • Takmörkun fjölda í búðum ? einn fari að versla frá heimili ef kostur er
  • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim
  • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni.
  • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk.
  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum.
  • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land.
  • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?