Fara í efni

Körfuboltaveisla í Hólminum

19.11.2021
Fréttir

Laugardaginn 20. nóvember verður sannkölluð körfuboltaveisla í Stykkishólmi. Tveir leikir hjá meistaraflokkum Snæfells fara fram á laugardaginn, annars vegar mætir Snæfell(kk) KR B kl. 13:00 og hins vegar mætir Snæfell(kvk) Ármanni kl. 16:00. Báðir leikir fara fram í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi.

Á milli leikja verða seldar vöfflur og mun formaður Snæfells og bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar skrifa undir samstarfssamning milli Snæfells og Stykkishólmsbæjar um eflingu íþróttastarfs, ásamt því að Snæfell afhendir Stykkishólmsbæ formlega nýjan og glæsilegan körfuboltavöll sem staðsettur er á lóð grunnskólans. Snæfell hafði yfirumsjón með verkefninu og voru fjölmargir sjálfboðaliðar sem hjálpuðu við uppsetningu körfuboltavallarins. Í fararbroddi var Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson, formaður Snæfells, sem á þakkir skilið fyrir.

Hólmarar og aðrir gestir eru hvattir til að mæta í íþóttahúsið og taka þátt í gleðinni.

Getum við bætt efni síðunnar?