Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn
Á síðasta ári varð í fyrsta sinn breyting á þeirri gömlu hefð að þiggja grenitré að gjöf frá vinabæ okkar í Noregi, Drammen. Stykkishólmsbær hafði þann sið á frá árinu 1984 en í samræmi við sjálfbærnistefnu Snæfellsness og með vaxandi umhverfisvitund og umræðu um loftslagsmál var þá tekin ákvörðun um að sækja ekki vatnið yfir lækinn og nýta þau tré sem vaxa í nágrenni bæjarins í stað þess að þiggja fleiri tré frá Drammen.
Íbúar velja jólatré í Hólmgarðinn
Líkt og í fyrra hafa nú, í samvinnu við skógræktarfélag Stykkishólms, tvö tré í Sauraskógi verið valin sem koma til greina sem jólatré Hólmara í ár. Íbúum er nú boðið að velja hvort tréð verður sett upp í Hólmgarðinum sem jólatréð í ár.
Valið stendur á milli:
Sitkagreni gróðursett um 1970,
Stafafura gróðursett árið 1977
NEÐST Í FRÉTTINNI ER HLEKKUR Á KÖNNUNINA
Ljósin á trénu verða tendruð miðvikudaginn 1. desember við lágstemmda athöfn líkt og í fyrra og sér 1. bekkur um að tendra ljósin eins og hefð er fyrir. Nánar um það þegar nær dregur.
Myndir af trjánum
Hér að neðan má sjá myndir af trjánum sem valið stendur á milli. Tréð sem verður fyrir vali íbúa verður svo sótt af starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar nk. mánudag, 29. nóvember.
Falleg Stafafura, um 10 metrar að hæð. Gróðursett árið 1977
Sitkagreni, um 8 metrar að hæð. Gróðursett um 1970.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KJÓSA