Fara í efni

Grenitré verður sett upp í Hólmgarði

29.11.2021
Fréttir

Í síðustu viku var auglýst að íbúar gætu valið jólatréð sem sett verður upp í Hólmgarði í ár. Valið stóð á milli sitkagreni og stafafuru sem bæði standa í Sauraskógi og voru valin af skógræktarfélagi Stykkishólms.

Niðurstöður liggja nú fyrir og varð grenitréð fyrir valinu. Um 160 manns tóku þátt í valinu og voru 75% sem völdu grenið. Sitkagreni er ein algengasta trjátegundin í ræktun hér á landi en fyrstu trén sett niður í Reykjavík um 1924 en umrætt tré var gróðursett um 1970 í Sauraskógi.


Þann 1. desember næstkomandi verða ljós tendruð á jólatrénu í Hólmgarði. Í ljósi aukinna smita í samfélaginu verður viðburðurinn með svipuðu sniði og í fyrra. Grunnskólabörn í 1.-4. bekk munu eiga samverustund í Hólmgarði að morgni 1. desember þegar 1. bekkur tendrar ljósin.

Getum við bætt efni síðunnar?