Birkilundur - Skipulagslýsing
Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. með vísun í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhuguð breyting tekur Birkilunds í landi Saura. Skipulagssvæðið er nú þegar að mestu byggt frístunda- og íbúðarhúsum en með breytingunni verður landnotkun á hluta svæðisins breytt úr frístundabyggð og landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði fyrir útleiguhús, svæði fyrir íbúðarbyggð stækkað um 3,8 ha og landbúnaðarsvæði minnkað sem því nemur. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu verður unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Birkilund.
Skipulagslýsingin er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is (málsnr. 120/2024), á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is og í ráðhúsi Stykkishólms.
Eingöngu verður tekið við skriflegum athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina. Athugasemdafrestur er til og með 13. mars 2024.
Opið hús vegna skipulagslýsingarinnar verður í Ráðhúsi Stykkishólms miðvikudaginn 28. febrúar kl. 16-18.
Kristín Þorleifsdóttir
skipulags- og umhverfisfulltrúi
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skipulagslýsinguna.