Fara í efni

Öskudagur í Stykkishólmi

14.02.2024
Fréttir Lífið í bænum

Í dag er öskudagur. Dagskráin af því tilefni verður með hefðbundnum hætti í Stykkishólmi. Öskudagsganga fer frá Tónlistarskólanum kl. 14:00. Kristjón Daðason og Hafþór Guðmundsson munu leiða gönguna um bæinn.

Skemmtun í Íþróttamiðstöðinni

Seinni partinn býður foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi uppá hressandi skemmtun í Íþróttmiðstöðinni. Skemmtunin kostar 500 kr. á barn en þó aldrei meira en 1000 kr. á fjölskyldu. Tímanum er skipt svona:

  • 16:30-17:30 - Leikskóla og 1. - 3. bekkur
  • 17:30-18:30 - 4. - 6. bekkur
  • 18:30-19:30 - 7. - 10. bekkur

Frá öskudeginum 2023
Getum við bætt efni síðunnar?