Fara í efni

Hræðileg helgi í Hólminum

15.02.2024
Fréttir

Í dag hefst Hræðileg helgi í Hólminum, sem haldin er nú í annað sinn 15.-17. febrúar. Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir hátíðinni en dagskráin er þétt og fjöldi spennandi viðburða í boði. Leikar hefjast með hræðilegum ratleik fyrir börn í Amtsbókasafninu frá kl. 14-17. Í kvöld kl. 20:00 opnar dularfulla ljósmyndasýningin Andaðu eftir Jónu Þorvaldsdóttur í Norska húsinu. Í framhaldinu mun Ragnhildur Sigurðardóttir segja hræðilegar sögur af Snæfellssnesi kl. 21:00 á Narfeyrarstofu.

Vakin er athygli á því að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar.
 

Dagskrána má sjá hér að neðan:

FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn (einnig í boði 16. febrúar).

Kl. 20:00 Norska húsið

Opnun á ljósmyndasýningunni Andaðu eftir Jónu Þorvaldsdóttur.

Kl. 21:00 Narfeyrarstofa

Upphitun - kvöldvaka. Sagnaseiður á Snæfellsnesi, Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir hræðilegar sögur af Snæfellsnesi.

FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn.

Kl. 16:00-23:00 Fosshótel

Hræðilegur atburðir yfirvofandi á Fosshótel. Fyrstu vísbendingu í morðgátunni finnið þið þar, nú getið þið hafist handa við að leysa gátuna.

Morðgátan verður í gangi:

Föstudag: kl. 16:00-23:00

Laugardag: kl. 11:00-20:00

Kl. 18:00-20:00 Narfeyrarstofa

Tilboð á barnum. Frá kl. 18:30-20:00 mun Sandra Clausen lesa í rúnir og spil fyrir gesti Narfeyrarsofu sem gædd verður dulúð á Hræðilegri helgi. Nú gefst tækifæri að spá um komandi tíma.

Kl. 18:00-21:00 Fosshótel

Hræðilegur sérréttur helgarinnar. Dirty ribs & beer eða Bloody Mary.

Kl. 20:30 Fosshótel

Sigursteinn Másson - Sönn íslensk sakamál, mannshvörf, spurt og svarað.

LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR

Kl. 11:00-14:00 Fosshótel

Skippuleggjendur morðgátunnar verða á staðnum og svara spurningum.

Kl. 12:00-14:00 Narfeyrarstofa

Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 13:00 Norska húsið

Draugahús fyrir börn.

Kl. 14:00 Vatnsafn

Mannát, Áslaug Ólafsdóttir fjallar um bókina Hold og blóð, saga mannáts, eftir Ray Tanhill, sem nýverið kom út í þýðungu hennar.

Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarpakkhúsið

Dagdrykkja og smáréttir. Bókaspjall kl. 15:00 - Bragi Páll fjallar um bók sína Kjöt og Bergþóra Snæbjörnsdóttir fjallar um bókina Svínshöfuð sem meðal annars gerist í Stykkishólmi.

Kl. 16:00 Norska húsið

Draugahús í Norska húsinu fyrir fullorðna.

Kl. 17:00 Norska húsið

„... og svo bara andsettist hún“ Umfjöllun um andaglas á Íslandi í umsjón Dagrúnar Jónsdóttur þjóðfræðings.

Kl. 18:00-21:00 Fosshótel

Hræðilegur sérréttur helgarinnar. Dirty ribs & beer eða Bloody Mary.

Kl. 18:00-20:00 Narfeyrarstofa

Tilboð á barnum.

Kl. 18:00 Frjáls tími, nú eru síðustu forvöð að finna út hver er morðinginn. Minnum á að panta borð á veitingastöðunum.

Kl. 20:00 Fosshótel

Skipuleggjendur morðgátunnar verða á staðnum og svara spurningum, svörum við morðgátunni skilað kl. 20:30 og verðlaunaafhending í framhaldinu.

Glæpa Kviss, Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneskja um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.

Kl. 23:00-02:00 Skipper

Morðingja lukkuhjól.

Getum við bætt efni síðunnar?