Fréttir Stjórnsýsla
Breytingar á stjórnskipulagi og störfum hjá sveitarfélaginu
Innra stjórnskipulag hefur verið til umræðu og umfjöllunar í stjórnsýslu sveitarfélagsins um nokkurt skeið. Lagt var upp með það markmið að skýra stjórnskipulag, ábyrgð og verklag hjá sveitarfélaginu og breyta skipulaginu með það fyrir augum að nýta sem best núverandi mannauð.
Ráðgjafarsvið KPMG var fengið til aðstoðar við verkefnið og vann það í nánu samráði við sveitarfélagið. Tillaga KPMG að skipulagsbreytingum var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í desember sl. og var samþykkt samhljóða.
07.02.2024