Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Laus staða leikskólakennara
Fréttir

Laus staða leikskólakennara

Leikskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa frá 1. janúar 2024 stöðu leikskólakennara, vinnutími frá kl 9:00 – 16:00. Gerð er krafa um góða tölvu-og íslensku kunnáttu, færni í samskiptum er nauðsynleg og metnaður fyrir leikskólakennslu. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa, munu aðrar umsóknir koma til greina. Reynsla af uppeldis-og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.
22.09.2023
Kosið í dreifbýlisráð
Fréttir

Kosið í dreifbýlisráð

Seinni kjörfundur vegna kosninga í dreifbýlisráð fer fram nk. laugardag, 23. september í Félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit. Kosningarrétt í kosningu til dreifbýlisráðs hafa íbúar innan sveitarfélagamarka Helgafellssveitar eins og þeim er lýst á sveitarfélagakorti Landmælinga Íslands frá 2014 og íbúar með búsetu í Ögri.
22.09.2023
Sannkölluð menningarhelgi framundan í Hólminum
Fréttir

Sannkölluð menningarhelgi framundan í Hólminum

Óhætt er að segja að sannkölluð menningarhelgi sé framundan í Stykkishólmi en á laugardaginn kemur opna þrjár nýjar sýningar í bænum. Tvær í Norska húsinu og ein í Amtsbókasafninu.
21.09.2023
Heilsudagar í Hólminum - Komdu og vertu með
Fréttir

Heilsudagar í Hólminum - Komdu og vertu með

Heilsudagar í Hólminum eru haldnir dagana 21. - 30. september í tilefni af íþróttaviku Evrópu sem haldin víðsvegar um álfuna í september á ári hverju. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja íbúa til þess að hreyfa sig reglulega.
19.09.2023
Félagsstarf 60 ára og eldri hefst á ný
Fréttir

Félagsstarf 60 ára og eldri hefst á ný

Félagsstarf 60 ára og eldri hefst á ný eftir helgina, mánudaginn 18. september, með kaffispjalli Aftanskins í Setrinu kl. 10. Hólmarar 60 ára og eldri eru hvattir til að taka þátt í starfinu og njóta góðrar samveru. Hér að neðan eru nokkrir punktar varðandi starfið:
15.09.2023
Réttað í Arnarhólsrétt
Fréttir

Réttað í Arnarhólsrétt

Nú þegar tekur að hausta fara sauðfjárbændur landsins að huga að fé sínu og smala niður af fjöllum. Réttað verður í Arnarhólsrétt sunnudaginn 17. september næstkomandi kl. 11.
15.09.2023
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
14.09.2023
Brjóstaskimun í Stykkishólmi
Fréttir

Brjóstaskimun í Stykkishólmi

Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið haustið 2023 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan. Skimun verður í Stykkishólmi 25. og 26. sept og í Ólafsvík og Grundarfirði 2. - 4. okt.
11.09.2023
Kosið í dreifbýlisráð
Fréttir

Kosið í dreifbýlisráð

Kosið verður í dreifbýlisráð dagana 9. og 23. september í Félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit. Kosningarrétt í kosningu til dreifbýlisráðs hafa íbúar innan sveitarfélagamarka Helgafellssveitar eins og þeim er lýst á sveitarfélagakorti Landmælinga Íslands frá 2014 og íbúar með búsetu í Ögri.
08.09.2023
Stykkishólmur í ágústmánuði 2023
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Fimmta tölublað kom út í dag, 1. september. Rafræn útgáfa blaðsins er öllum aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en hana má nálgast hér að neðan. Í upphafi var íbúum boðið að skrá sig og fá blaðið sent heim en líkt og fram kom í síðasta blaði verður upplag blaðsins framvegis aðgengilegt í Miðstöð öldrunarþjónustu/ Skólastíg 14. Áhugasömum er bent á að næla sér í eintak þar.
01.09.2023
Getum við bætt efni síðunnar?