Fara í efni

Agustsonreitur - Skipulagslýsing

31.01.2024
Fréttir Skipulagsmál

Þann 25. janúar sl. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels og íbúða á Agustsonreit í Stykkishólmi.

Um er að ræða sameiginlega skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 40. gr. laganna.

Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins breytt úr athafnasvæði í verslun og þjónustu þar sem einnig verður heimilað að vera með íbúðir. Í deiliskipulagstillögunni verður gert ráð fyrir hóteli, verslunar- og þjónusturýmum og kjallara fyrir bílastæði o.fl. á Austurgötu 1 og íbúðarbyggingu með verslun og þjónustu á neðri hæð á Austurgötu 2. Friðuð bygging við Aðalgötu 1 verður óbreytt.

Skipulagslýsingin er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is (málsnr. 48/2024- aðalskipulag og 49/2024 deiliskipulag), á heimasíðu sveitarfélagsins www.stykkisholmur.is og í ráðhúsinu.

Tekið verður við skriflegum athugasemdum og/eða ábendingum í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Athugasemdafrestur við skipulagslýsinguna er til og með 28. febrúar 2024.

Kynningarfundur vegna skipulagslýsingarinnar verður haldinn í Amtbókasafninu í Stykkishólmi þiðjudaginn 6. febrúar kl. 17-18.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skipulagslýsinguna.

Agustsonreitur - skipulagslýsing

Getum við bætt efni síðunnar?