Fréttir
Miðstöð öldrunarþjónustu fær nafnið Höfðaborg
Sunnudaginn 8. október sl. var formleg opnun á Miðstöð öldrunarþjónustu og bauð miðstöð öldrunarþjónustu í því tilefni til grillveislu að Skólastíg 14. Veislan heppnaðist vel og var margt um manninn. Í veislunni var nafnasamkeppni fyrir miðstöðina sett í loftið sem stóð opin í viku og gafst þá fólki kostur á því að leggja fram tillögur að nöfnum. Í kjölfarið tók þar til gerð nefnd við boltanum og valdi úr fimm álitlegustu tillögurnar og efndi til kosninga þeirra á milli.
01.11.2023