Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Pálína Þorvarðardóttir heiðruð fyrir nafnatillöguna sem þótti best.
Fréttir

Miðstöð öldrunarþjónustu fær nafnið Höfðaborg

Sunnudaginn 8. október sl. var formleg opnun á Miðstöð öldrunarþjónustu og bauð miðstöð öldrunarþjónustu í því tilefni til grillveislu að Skólastíg 14. Veislan heppnaðist vel og var margt um manninn. Í veislunni var nafnasamkeppni fyrir miðstöðina sett í loftið sem stóð opin í viku og gafst þá fólki kostur á því að leggja fram tillögur að nöfnum. Í kjölfarið tók þar til gerð nefnd við boltanum og valdi úr fimm álitlegustu tillögurnar og efndi til kosninga þeirra á milli.
01.11.2023
18. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir

18. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

18. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
31.10.2023
Draugur við Norska húsið.
Fréttir

Grikk eða gott?

Hrekkjavakan verður haldin víðsvegar um heim þriðjudaginn 31. október en hátíðin fer sífellt vaxandi hér á landi. Á hrekkjavöku er hefð fyrir því að börn klæði sig upp í búning og gangi í hús í leit að sælgæti. Foreldrafélag Grunnskólans í Stykkishólmi stendur fyrir hrekkjavökugöngu í Hólminum og hvetur fjölskyldur og vini til að ganga í hús á milli kl. 17:30 og 19:30 þriðjudaginn 31. október og safna sér sælgæti. Gegnið verður út frá þeirri reglu að börn megi banka upp á þar sem hús hafa verið skreytt eða merkt í tilefni af hrekkjavökunni.
30.10.2023
Tveir ungir Hólmarar skipulögðu taflmót
Fréttir

Tveir ungir Hólmarar skipulögðu taflmót

Vikuna 16.-20. október var hin árlega félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika Samfés hladin víðsvegar um land. Af þessu tilefni  skipulögðu tveir ungir skákáhugamenn taflmót fyrir bæði miðstig og efsta stig Grunnskólans og sáum þér alfarið um að safna vinningum og stýra mótinu. Þetta voru þeir Hjalti Jóhann Helgason, nemandi í 10. bekk, og Stefán Karvel Kjartansson, nemandi í 9. bekk. Eru þeim færðar þakkir fyrir þeirra framlag til viðburðahalds fyrir ungmenni sem sækja félagsmiðstöðina. Jafnframt var foreldrum boðið að fylgjast með og buðu ungmennin upp á heitar vöfflur og kakó.
27.10.2023
Óskahelgi í Hólminum
Fréttir

Óskahelgi í Hólminum

Dagana 26 .- 29. október fer fram óskahelgi í Stykkishólmi en þá bjóða Hólmarar til veislu fyrir öll skilningarvit. Meðal þess sem finna má á dagskrá helgarinnar er miðnætursund, flot, hugleiðsla, tónheilun, jóga, sýningar, sjósund, hlaup, matur og náttúruupplifanir. Það er félag atvinnulífs í Stykkishólmi sem stendur fyrir óskahelginni. Hér að neðan má sjá dagskránna:
26.10.2023
Grendargámar við Búðanes.
Fréttir

Grenndargámar við Skúlagötu, Lágholt og Búðanes

Grenndargámar hafa nú verið settir upp á þremur stöðum í Stykkishólmi. Í gámana má skila málmi, gler og textíl til endurvinnslu en gámarnir eru staðsettir við Skúlagötu, Lágholt og Búðanes. 
26.10.2023
Bólusett við inflúensu og covid-19 á heilsugæslunni í Stykkishólmi
Fréttir

Bólusett við inflúensu og covid-19 á heilsugæslunni í Stykkishólmi

Bólusetningar við inflúensu og Covid-19  standa nú yfir á heilsugæslunni í Stykkishólmi. Heilsugæslan greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. En þar segir að inflúensubólusetningar séu eingöngu fyrir forgangshópa til að byrja með.
25.10.2023
Hvað á miðstöð öldrunarþjónustu að heita?
Fréttir

Hvað á miðstöð öldrunarþjónustu að heita?

Miðstöð öldrunarþjónustu kallaði nýverið eftir tillögum að nafni á miðstöðina. Opnað var fyrir tillögur í grillveislu sem haldin var að Skólastíg 14 sunnudaginn 8. október. Bauðst fólki þá að senda inn tillögur að nafni til sunnudagsins 15. október. Þá tók þar til gerð nefnd við boltanum og hefur nú valið úr fimm álitlegustu tillögurnar sem fólki stendur nú til boða að kjósa á milli.
24.10.2023
Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu sveitarfélagsins
Fréttir

Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu sveitarfélagsins

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls næstkomandi þriðjudag. Konur og kvár sem geta munu þá leggja niður störf. Sveitarfélagið Stykkishólmur tekur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum. Það er jafnframt ekkert launungarmál að starfsemi sveitarfélagsins skerðist verulega án vinnuframlags kvenna. Sveitarfélagið mun ekki draga af launum starfsfólks sem tekur þátt í kvennaverkfallinu í samráði við sinn stjórnanda.
20.10.2023
Ásbyrgi í Stykkishólmi.
Fréttir Laus störf

Kona óskast til starfa í Ásbyrgi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf í Ásbyrgi, vinnu- og hæfingarstöð fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið þar sem hallar á jöfnun kynjahlutalls í starfsliði Ásbyrgis.
16.10.2023
Getum við bætt efni síðunnar?