Fréttir
Íbúðarlóðir í nýju hverfi í Stykkishólmi auglýstar til úthlutunar og afsláttur á öðrum
Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir 12 nýjar íbúðarhúsalóðir til úthlutunar í Víkurhverfi í Stykkishólmi. Gatnagerð á svæðinu verður lokið um miðjan júní 2024. Um er að ræða lóðir í nýju og fjölskylduvænu hverfi í mikilli nánd við náttúruna. Stykkishólmur er ört vaxandi sveitarfélag sem skartar fjölbreyttum atvinnuvegum og iðandi mannlífi. Samkvæmt húsnæðisáætlun er mikil eftirspurn eftir húsnæði í Stykkishólmi. Áform eru jafnframt um umfangsmikla atvinnuuppbyggingu á svæðinu og því mun fylgja aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem og gesti.
07.02.2024