Fara í efni

Byggingarfulltrúi / Faglegur leiðtogi framkvæmda og eignaumsýslu

05.02.2024
Fréttir Laus störf

Leitað er að kraftmiklum byggingarfulltrúa fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm til að halda utan um byggingarmál og verklegar framkvæmdir. Viðkomandi mun jafnframt sinna starfi byggingarfulltrúa hjá sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm. Starf byggingarfulltrúa er lögbundið, sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Hlutverk hans er að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan ramma laga og reglugerða ásamt því að hafa eftirlit og eftirfylgni með að lögum um mannvirki og byggingarmál sé framfylgt. Byggingarfulltrúi heyrir undir bæjarstjóra Stykkishólms. Hjá sveitarfélögunum er lögð áhersla faglegt starf og þróun, öflugt samstarf og góða þjónustu.

Byggingarfulltrúi starfar náið með bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa og er næsti yfirmaður forstöðumanns eigna og verkefnastjóra framkvæmda og eigna skv. nýju skipulagi sveitarfélagsins. Starfsaðstaða er í Ráðhúsi Stykkishólms.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiða faglega þróun og stefnumótun í byggingarmálum og verklegum framkvæmdum
  • Umsjón með byggingarmálum og eftirlit með mannvirkjagerð, þ.m.t. útgáfa byggingarleyfa, áætlanagerð, eftirfylgni, mælingar og úttektir
  • Ber ábyrgð á og leiðir undirbúning og eftirlit með verklegum framkvæmdum í sveitarfélaginu
  • Ber ábyrgð á rekstri eignasjóðs og áhaldahúss
  • Ber ábyrgð á að viðhaldi eigna, s.s. húseigna og hafnarmannvirkja sveitarfélagsins
  • Umsjón með skráningu mannvirkja, úttekta, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki
  • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála
  • Undirbúningur og eftirfylgni afgreiðslufunda byggingarfulltrúa
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju sinni og undir embættið heyra

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði byggingarmála sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 eða getur aflað réttinda innan 6 mánaða
  • Stjórnunarhæfileikar og leiðtogafærni
  • Þekking og reynsla á sviði byggingarmála, úttektum og mælingum er æskileg
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Fagmennska, samviskusemi og einlægur áhugi á málefnasviðinu
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta

Með umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2024. Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningarvefinn Alfred.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri, jakob@stykkisholmur.is S: 433 8100.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Stykkishólmur

Sveitarfélagið Stykkishólmur er á norðanverðu Snæfellsnesi og dregur nafn sitt af þéttbýlinu Stykkishólmi sem stendur við Breiðafjörð og er rómað fyrir einstaklega fallegt bæjarstæði. Um 1.330 manns búa í sveitafélaginu sem er innan við tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þjónustustig er gott í Stykkishólmi og státar bæjarfélagið af ríkulegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fólk á öllum aldri og rótgrónum mennta- og menningarstofnunum. Alla helstu grunnþjónustu er að finna á svæðinu, m.a. leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, öflugt íþróttastarf, heilsugæslu, bókasafn, lágvöruverslun og margt fleira. Þá eru atvinnuvegir fjölbreyttir og samfélagið fjölskylduvænt. Blómleg ferðaþjónusta býður ótal skemmtilega afþreyingarmöguleika fyrir heimafólk sem og gesti. Í sveitarfélaginu er fjölskrúðug og falleg náttúra og gott mannlíf. Það eru spennandi tímar og mikil uppbygging framundan í sveitarfélaginu. Aðstaða er fyrir störf óháð staðsetningu, t.d. fyrir maka.

Getum við bætt efni síðunnar?