Forsíða

 

28.01.2022

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Stykkishólmsbæ 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2022 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is

20.01.2022

Laust starf við Íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær óskar eftir karlkyns starfsmanni til starfa í íþróttamiðstöð Stykkishólmsbæjar frá og með 1. mars nk. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Allar nánari upplýsingar veitir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar. Umsóknum skal skilað fyrir 3. febrúar.

19.01.2022

Faraldurinn í rénun – COVID-19 staðan í Stykkishólmi í dag, miðvikudag

Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, miðvikudaginn 19. janúar, eru nú 18 í einangrun með virk smit og 27 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni en umtalsverður fjöldi losnaði úr sóttkví í dag. Í morgun var var aðeins eitt PCR próf tekið á heilsugæslunni í Stykkishólmi og má því ætla að útbreiðslan sé í rénun í Stykkishólmi.

18.01.2022

Staðan í dag v/COVID-19 - þriðjudag

Til viðbótar við tölur gærdagsins hafa sjö ný smit greinst í Stykkishólmi og nágrenni. Samkvæmt upplýsingum umdæmislæknis sóttvarna í dag, þriðjudaginn 18. janúar, eru nú 22 í einangrun með virk smit (1 smit utan lögskráningar) og 72 í sóttkví í Stykkishólmi og nágrenni, um 70% þeirra sem eru í einangrun eru fullorðnir.

Viðburðir

21.01.2022 16:24

407. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 407 verður haldinn þriðjudaginn 25. janúar 2022 kl. 17:00. Fundinum...

15.01.2022 11:28

406. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 406 verður haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2022 kl. 12:15. Um er að...

09.12.2021 17:00

405. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 405 verður haldinn fimmtudaginn 9. desember nk. kl. 17:00. Fundurin...

Við viljum heyra frá þér!

Hér má senda athugasemdir og ábendingar varðandi þjónustu sveitarfélagsins.

Við vekjum athygli á því að hægt er að senda ábendingar og athugasemdir nafnlaust.

Viljir þú birta upplýsingar um viðburð í Stykkishólmi þá má senda okkur efni til birtingar á viðburðasíðunni hér að ofan. 

Hafa samband


Spam vörn