Rúmlega 43 milljónir úthlutaðar til 92 verkefna
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands var haldin sl. föstudag. Þetta er sjöunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands. Veittir voru 92 verkefnastyrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 43.270.000 króna.
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður í streymi frá Breiðinni á Akranesi föstudaginn 15. janúar, kl 14.00. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna.
Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms
Stjórn Lista- og menningarsjóðs kom saman til fundar miðvikudaginn 6. janúar sl. í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í desember og var umsóknarfrestur til 4. janúar. Alls bárust 14 umsóknir í sjóðinn.
Grjóthrun úr sjálfri kerlingunni í Kerlingarskarði
Myndband frá Kerlingarskarði sem Sumarliði Ásgeirsson deildi á facebook síðu sinni hefur vakið töluverða athygli. Myndbandið er tekið með dróna sem flýgur yfir kerlinguna í Kerlingarskarði og sýnir að töluvert hefur hrunið úr henni. Sjálfur giskar Sumarliði á að kerlingin hafi misst 5- 6 metra af hæð sinni.
Viðburðir
394. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar
Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 394 verður haldinn fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 17:00. Funduri...
393. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar
Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 393 verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17:00. Fundurinn v...
392. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar
Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 392 verður haldinn fimmtudaginn 29. október kl. 17:00. Fundurinn fe...
