Vonskuveður
Eflaust hefur veður og fréttir af veðri ekki farið framhjá neinum þennan morguninn, en appelsínugulviðvörun er í gildi á Breiðafirði og Snæfellsnesi. Gera má ráð fyrir að veður versni þegar líður á daginn
Grunnskólinn óskar eftir forfallakennara
Grunnskólinn í Stykkishólmi óskar eftir forfallakennara í 15 tíma á viku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 3. janúar næstkomandi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands
Skólahald fellur niður
Í ljósi nýjustu upplýsinga frá Veðurstofu Íslands hefur verið tekin sú ákvörðun að slíta skóla fyrr og mælumst við til að börn verði sótt eigi síðar en klukkan 10.
Höfðingleg gjöf
Kvenfélagið Hringurinn Stykkishólmi var í fararbroddi við söfnun fyrir göngubretti sem Endurhæfingadeild SFS, HVE Stykkishólmi fékk að gjöf nýverið. Fengu þær liðstyrk frá Lionsklúbbnum Hörpunni Stykkishólmi og Lionsklúbbi Stykkishólms við söfnunina en heildarverð var tæplega 1.500.000. Formenn klúbbanna mættu til að afhenda göngubrettið þann 21.nóvember sl. og var boðið uppá kaffi og kökur í tilefni dagsins.
Viðburðir
Fundarboð - 383. fundur bæjarstjórnar
Fundur er boðaður í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar, fimmtudaginn 12. desember 2019, í fundarsal bæjarstjórnar, ...
Ljós tendruð á jólatré
Miðvikudaginn 4. desember klukkan 18:00 verða ljósin á jólatrénu í Hólmgarði í Stykkishólmi tendruð. Kvenfélag...
382. fundur bæjarstjórnar
Boðað er til aukafundar í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar þann 4. desember 2019 kl. 12:15. Á dagskrá fundarins e...
