Forsíða


21.02.2020

Öskudagurinn 2020

Næstkomandi miðvikudag, 26. febrúar, verður öskudagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Í Stykkishólmi stendur foreldrafélag grunnskólans fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.

21.02.2020

Hans klaufi í Stykkishólmi

Fjölskyldusöngleikurinn Hans klaufi frá leikhópnum Lottu verður sýndur í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30. Leikhópurinn Lotta er Hólmurum vel kunnur enda komið hér áður með sýningar og hlotið góðar móttökur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast um land allt með sýningar sínar.

20.02.2020

Hönnunarkeppnin Stíll

Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþrótthúsinu Digranesi laugardaginn 1. febrúar. Í ár skráðu sig til leiks hópur frá Stykkishólmi þau Helga María Elvarsdóttir, Birgitta Mjöll Magnúsdóttir, Sara Jónsdóttir, Jóhanna María Ægisdóttir, Metúsalem Páll Sigurbjargarson með stuðningi frá starfsmanni félagsmiðstöðvar Guðbjörgu Halldórsdóttur og grunnskólans Kristbjörgu Hermannsdóttur. Mikil vinna fór í undirbúning og var afraksturinn glæsilegur.

13.02.2020

Beinar útsendingar bæjarstjórnarfunda hefjast að loknum framkvæmdum

Til stendur að hefja upptökur og beinar útsendingar frá fundum bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar á næstunni. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að upptökur og útsendingar funda hefjist að loknum breytingum á Ráðhúslofti en þar stendur til að færa fundaraðstöðu bæjarstjórnar og auka skrifstofurými.

Viðburðir

25.02.2020 17:30

Fjölskyldusöngleikurinn Hans Klaufi

Fjölskyldusöngleikurinn Hans Klaufi frá Leikhópnum Lottu verður sýndur í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi þri...

21.02.2020 15:00

Konudags kaffi í leikskólanum

Á konudaginn 21. febrúar bjóða nemendur þeim kvenmönnum sem skipa stóran sess í lífi þeirra í konudagskaffi kl...

13.02.2020 17:00

384. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar

Fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar nr. 384 verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17:00....

Við viljum heyra frá þér!

Hér má senda athugasemdir og ábendingar varðandi þjónustu sveitarfélagsins.

Við vekjum athygli á því að hægt er að senda ábendingar og athugasemdir nafnlaust.

Viljir þú birta upplýsingar um viðburð í Stykkishólmi þá má senda okkur efni til birtingar á viðburðasíðunni hér að ofan. 

Hafa samband


Spam vörn