Golfvöllur





Golfvöllurinn í Stykkishólmi heitir Víkurvöllur og er staðsettur við tjaldsvæðið. Völlurinn hefur verið endurgerður undanfarin ár og er nú orðinn einn af glæsilegustu 9 holu völlum landsins. Víkurvöllur er par 36 (72) og er þægilegur í göngu, hann liggur milli tveggja ása og niður að ströndinni.
Í skála Golfklúbbsins Mostra er hægt að nálgast frekari upplýsingar.