Fréttir Skipulagsmál
Tillögur að skipulagi fyrir Hamraenda og Kallhamar kynntar
Bæjarstjórn samþykkti á 33. fundi sínum 27. febrúar að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og deiliskipulagstillögur fyrir Kallhamar og Hamraenda í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Opið hús vegna vinnslutillagnanna verður haldið á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, þriðjudaginn 25. mars 2025 kl. 16.00-18.00.
28.02.2025