Fara í efni

Fréttir

Vigrafjörður
Fréttir Skipulagsmál

Auglýsing - Tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi

Sveitarfélagið Stykkishólmur hefur haft til meðferðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012 – 2024 . Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum þann 24.04.2024, að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.
19.12.2024
Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit
Fréttir Skipulagsmál

Skipulagsauglýsing - Birkilundur í Helgafellssveit

Þann 14. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð Sveitarfélagsins Stykkishólms, í umboði bæjarstjórnar, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. laganna og nýtt deiliskipulag fyrir Birkilund í Helgafellssveit í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna.
02.10.2024
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt
Fréttir Skipulagsmál

Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi Helgafellssveitar og deiliskipulag fyrir Vigraholt

Þann 24. apríl 2024, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu.
24.07.2024
DSK breyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi.
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi

Þann 30. nóvember 2023, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms tillögu að breyt­ingu á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“ í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. Tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar 2024. Þann 29. febrúar 2024 staðfesti bæjarstjórn svör skipulagsnefndar við athugasemdum sem bárust í samræmi við 3. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send svör sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um málskotsrétt.
14.06.2024
Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Vigraholt
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Vigraholt

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags á Saurum 9 (Vigraholti), sem er spilda úr landi Saura í Helgafellssveit, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.
05.06.2024
Skipulagslýsing fyrir Hóla 5A
Fréttir Skipulagsmál

Skipulagslýsing fyrir Hóla 5A

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir Hóla 5a vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna og nýtt deiliskipulag í samræmi við 40. gr. laganna. Hólar 5a er 3,2 ha spilda úr landi Hóla sem í dag er skilgreind sem landbúnaðarland. Fyrirhuguð skipulagsgerð felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð með heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús.
05.06.2024
Vinnslutillögur vegna skipulagsbreytinga við Birkilund
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillögur vegna skipulagsbreytinga við Birkilund

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa vinnslutillögur skipulagsgerðar fyrir Birkilund í landi Saura í Helgafellssveit. Um er að ræða vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og vinnslutillögu nýs deiliskipulags í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna. Sameiginleg skipulagslýsing var auglýst fyrr á árinu og hafa athugasemdir sem bárust við hana verið hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi vinnslu tillagnanna.
05.06.2024
Deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra tekur gildi
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra tekur gildi

Þann 29. febrúar sl samþykkti bæjarstjórn nýtt deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur hlotið málsmeðferð í samræmi við það. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með minniháttar textabreytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
30.05.2024
Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48
Fréttir Skipulagsmál

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Nónvík – Hjallatangi 48

Á 23. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi við Nónvík vegna breytinga á lóðinni við Hjallatanga 48 fyrir lóðarhöfum Hjallatanga 44 og 46, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/201, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Stykkishólms fól bæjarstjóra á 23. fundi sínum, í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs, að afgreiða tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu eða ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Tillagan var grenndarkynnt 18. mars til 16. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust og telst því tillagan staðfest af hálfu bæjarstjórnar.
29.04.2024
Vigrafjörður. Mynd: Háskólasetur Íslands.
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillaga breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024

Þann 29. febrúar sl, samþykkti bæjarstjórn að kynna vinnslutillögu breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu á Saurum 9 (Vigraholti) í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing var auglýst 7. nóvember til 5.desember 2023 með kynningafundi 22. nóvember. Athugasemdir sem bárust hafa verið hafðar til hliðsjónar við gerð vinnslutillögunnar sem nú er kynnt.
04.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?